19.02.2010 13:00
Menn já bæði þing og hesta.
Vetur konungur hefur aðeins rifjað upp með okkur undanfarna daga að enn er bara febrúar og ekki tímabært að reikna með því að ríða út á peysunni alla daga.
Verð þó að segja að áminningin er mjög pen bara lítið frost, smá föl og gjóla.
Í fyrra kvöld brá ég mér á fund í Borgarnesi aðalerindið var að hlusta á nokkra þingmenn deila sínum hugleiðingum. Maður getur svo sem ekki búist við neinum skemmtierindum þessa dagana en alltaf gott að fylgjast með og kanna hvort að mannskapurinn sé enn með hugann við efnið. Og síðast en ekki síst að menn hafi rokið af stað til að finna draumahlutverkið í eigin leikriti og í framhaldi af því á hröðu flugi frá ,,sínu,, fólki.
En það var í góður lagi með þessa þingmenn hvort sem þeir komu úr suðurkjördæmi eða norðvestrinu okkar. Sérstaklega var ég ánægð með Gunnar Braga sem var greinilega alveg jarðfastur og ekki í neinum ábyrgðarleik heldur í góðu sambandi við mannskapinn.
Það voru svo tamningamenn sem ég fór til fundar við í gærkvöldi þegar við í stjórn Félags tamningamanna hittumst og funduðum. Við erum reyndar orðin mjög tæknivædd allavega svona á hestamannamælikvarða. Herdís okkar Reynisdóttir býr erlendis en var svo sannarlega með okkur á þessu fundi því við voru í sambandi við hana í gegnum skype.
Þórarinn Eymundsson var svo í símanum þar sem að þau heiðurshjón áttu von á barni og því ekki óhætt að fara langt frá Sauðárkróki. Enda kom á daginn að það hefði alls ekki verið óhætt því þeim fæddist dóttir í nótt. Innilega til hamingju með barnið Tóti og Sigga.
Af fundinum er það m a að frétta að afmælishátíð Félags tamningamanna verður hadin í haust, ákvörðun var tekin um það í síðustu viku. Var fólk sammála um að hátíð eins og við höfðum hugsað okkur ætti ekki heima á þeim tíma sem hvað mest er að gera hjá tamningamönnum. Verður því blásið til veglegrar afmælishátíðar í haust og nefnd komin á stað með undirbúninginn. Nokkrir viðburðir eru fram undan hjá félaginu og má þar nefna fyrirlestur Rúnu Einarsd Zingsheim og námkeið og fyrirlestur Guðmundar Einarssonar.
Svo eru mörg fleiri má sem er verið að vinna í og verða vonandi sýnileg innan tíðar.
Það er ánægjulegt hvað atvinnuástandið í hestamennsku virðist vera stöðugt og vonandi að svo haldi áfram. Ekki veitir af að eitthvað haldist á réttu róli í þjóðfélaginu og hvað er betra til bjargar en íslenski hesturinn?