16.02.2010 22:25

Bolla.....búmmmm.......sprakk

Rok og fjúk.............birrrr.... kalt er þetta ekki típíst byrjuð að kvarta strax kellan um leið og sólin og lognið fara í smá frí. Nei ekkert kvart þetta er fínnt og það sem ekki drepur það herðir. En samt............ég verð að tuða smá vildi ég nú hafa blíðuna sem var í síðustu viku.

Á sunnudaginn fóru tvær skemmtilegar dömur úr hesthúsinu heim til sín sem er svo sem ekki í frásögu færandi. En það verður að viðurkennast að sumra er meira saknað en annara.
Það er tilhlökkunnar efni að eiga von á þeim aftur undir vorið.
Stían þeirra var fljót að fyllast og bara spennandi gripir sem komu í staðinn.

Síðustu dagar hafa verið sannkallaðir ofátsdagar í gær var slegið í bollur og það var sannarlega rokinu að kenna nú eða þakka að tegundirnar urðu þrjár. Gömlu góðu vatnsdeigs sem eru alveg nauðsynlegar, gerbollurnar hefðbundnu og síðan var það frumraun mín í Holakerbollunum góðu. Til nánari útskýringa þá eru það bollur sem ein góð vinnkona mín bakar við afar góðan orðstír, slógu t.d alveg í gegn á Hólum. Gömul uppskrift frá Noregi sem krefst bæði þolinmæði og biðlundar............svona, svona ekki hlæja ég gat bakað þær. Þær urðu samt svolítið vel við vöxt og mannskapurinn sem að mætti í kaffi gerði grín að þeim og haft var á orði að ég hefði rugglast á brauði. En þegar að fyrsti bitinn hafði verið tekinn var ég vinsamlegast beðin að hafa þær svona stórar framvegis það veitti sko ekki af. Þær eru sem sagt Guðdómlegar með jarðaberjum, súkkulaði og rjóma.
Já það hefur margt gott komið hingað með góðu vinnufólki.

Í dag var það svo saltkjötið og baunirnar sem heppnuðust með ágætum og verða enn betri upphitaðar á morgun.
Ég sem sagt borðaði bollur í gær, saltkjöt og baunir í dag og vitið þið hvað ????
Er ekki með snefil af samviksubiti enda væru ekki til nema örfáir íslendingar ef að þetta væri svona skelfilega óhollt eins og mjóa fallega fólkið segir.