13.02.2010 22:23

KB liðakeppnin er hafin.


Hvernig er það á ekkert að færa okkur rúllur í dag????

Í dag var brunað í Borgarnes og setið frá 12-18 og horft á hross, eins og það hafi nú ekki skeð áður. Ó jú oft og mörgum sinnum en alltaf jafn gaman, ætli sé hægt að fá eitthvað við þessu?
Þetta fyrsta mót í KB mótaröðinni var afar vel heppnað mikil þátttaka, feiknasterkir hestar og margir áhorfendur mættir til að fylgjast með og hvetja sín lið.
Úrslitin voru vafalaust góð en ég var nú svo sem ekki mikið að spá í þau heldur að skoða góð hross og fallega reiðmennsku. Það er gaman að sitja í stúkunni og hugsa og skoða ábyrgðarlaust þ e a s vera ekki að dæma. Þá getur maður leyft sér að eiga uppáhaldshross og knapa. Verð þó að nefna úrslit sem ég var afar ánægð með en það var sigur þeirra Sólons frá Skáney og Hauks Bjarnasonar. Flottir saman að vanda til hamingju Skáneyjarfólk.
Mig langar líka að deila með ykkur nöfnum á nokkrum hestum sem að mér fannst gaman að sjá í dag þó svo ég hafi marg oft séð þau..............en takið eftir bara nokkrum það voru miklu fleiri flottir. Og svo öll þau hross sem ég hafði ekki áður séð.
Sunna frá Grundarfirði vekur alltaf athygli mína svona rúm og hreyfingafalleg, kannske ekki í sínu besta formi en alltaf gaman að sjá hana. Snild frá Hellnafelli sjarmatröll og skiljanlega eitt af uppáhaldaleikföngunum hennar Kollu, skil vel að folaldseignum hafi verið frestað. Elva frá Miklagarði ganglag hreinlega eins og öllum vantar þarf ekki að segja meira um það.
Biskup frá Sigmundarstöðum ganglag, mýkt og þjálni alltaf eftirtektarvert, þau eru svo flott saman hann og Sigrún Rós. Gæðingurinn Mósart frá Leysingjastöðum hvað er hann eiginlega búinn að vera góður í mörg ár ? Alveg rosalega mörg fyrst hjá Hrafnhildi og síðan hjá syninum. Sólon frá Skáney fjórgangari í dag fimmgangari á morgun viljum við það ekki öll?
Smá hugleiðingar og upprifjun á því sem að ég sá í dag.

Á morgun eru að fara hestar og koma hestar, alltaf eitthvað að gerast í Hlíðinni.