12.02.2010 21:38
Kennslusýning og latur bloggari
Þriðjudaginn 9 febrúar hélt Félag tamningamanna í samvinnu við þrjá unga reiðkennara kennslusýningu í reiðhöllinni Borgarnesi. Þetta vor þau Haukur Bjarnason, Randi Holaker og Heiða Dís Fjeldsted. Eins og við var að búast stóðu krakkarnir sig með mikilli prýði og gerðu þessa kvöldstund bæði fróðlega og ánægjulega.
Reiðkennararnir komu greinilega vel undirbúnir fyrir sýninguna og tóku fyrir mismunandi atriði með góða og vel tamda hesta. Það var gaman að fylgjast með þeim og sjá þau fara vítt og breitt allt frá upphafi tamningar til skeiðþjálfunnar og notkunar á íslenskum stöngum.
Á annað hundrað manns mættu til að fylgjast með og sumir langt að komnir.
Takk fyrir skemmtilegt kvöld flottu reiðkennarar það er spennandi að mæta á námskeið til ykkar.
Það var þétt setinn bekkurinn í þessari frábæru reiðhöll og áhorfendur spenntir að fylgjast með.
,,Hallarforsetinn,, og vinnufólkið í Steinsholti skemmtu sér vel.
Hressar hestakonur úr Borgarfirði og af Skaganum.
.........og enn fleiri hestamenn voru mættir.
Þau náðu sko alveg athyggli krakkarnir....................
Svo var spjallað á milli atriða.......örugglega um spennandi stóðhesta.
Lárus ætlar ekki að tapa af neinu og er frekar þungbúinn...........ætli það sé skeiðið???
Það er heldur léttara yfir Jóni............það gera stangirnar.
Sveinbjörn .....maður hugsar ekki um bæjarmálin allan sólarhringinn.....jú jú ætli það veiti af.
Og þarna eru stelpurnar á fremsta bekk að spjalla saman.
Eins og þið hafið séð hef ég verið löt að skrifa fréttir í vikunni en það hefur samt ýmislegt verið framkvæmt fyrir utan það að fara á þessa fínu sýningu.
Síðasta sunnudag var allt stóðið rekið inn og gefið ormalyf, mikið var tekið af myndum við það tækifæri sem að ég mun setja hér inn við fyrsta tækifæri.
Eins stendur til að mynda folöldin en ég lofa samt ekki að það verði alveg á næstunni.
Í gær brunaði ég upp að Miðfossum þar sem fyrsta vetrarmót Grana var haldið. Það var skemmtilegt mót með þó nokkrum skráningum og bara gaman að þula og skoða nýja hesta.
Vorveður hefur verið alla vikuna sem hefur verið kærkomið til útreiða, ég veit ekki hvað yrði úr manni ef að það kæmi allt í einu vetur.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir