31.01.2010 16:00
Farin í hundana..................
Heimurinn stækkar hratt þessa dagana og þá sérstaklega hjá þeim bræðrum Ófeigi og Þorra sem nýlega hafa fagnað 1 árs afmæli. Það sem sagt gerðist ,,allt,, í gær..............þeir fóru að feta menntaveginn sem reyndar hófst með skelfilegum bíltúr og síðan hverju undrinu á fætur öðru. Já það er undur að vera hundur og hreint enginn leikur eins og margir eflaust halda.
Það er sko betra að fylgjast með og halda einbeitingu ef að markmiðin eru háleit.
Ferðinni var heitið á ,,hvolpahitting,, sem haldinn var í Söðulsholti þar bauð Svanur Dalsmynnisbóndi uppá fræðslu sem henntaði fyrir hvolpa og hvolpaeignedur.
Hvolparnir voru á mismunandi aldri og áhuginn fyrir kindum var ansi misjafn, ég er ekki frá því að sá eða sú yngsta hafi sýnt mestan áhuga.
Eins og þið vitið eru þeir bræður Ófeigur og Þorri aldir upp með tamningamönnum og hestafólki sem getur nú stundum komið sér vel. En stundum lærir ungviði fyrst það sem ekki er ætlast til. Þeir til dæmis höfðu miklu meiri áhuga á hvað væri að gerast í áhorfendastúkunni og sáu enga skemmtun eða tilgang í því að smala nokkrum stríðöldum utansveitarkindum. Þeir hafa jú aðgang að 700 stykkjum heima en ekki svona flottum áhorfendum eða reiðhöll....................vá hvað það var spennandi.
Þrátt fyrir mismikinn smalaáhuga nú um stundir hafa þessir þrír kappar skýr markmið í framtíðinni................að gera eftirleitir allt að því óþarfar í Hnappadalnum..........nema þá svona til gamans.
Þarna eru þeir Ófeigur, Þorri og Moli Tálknfirðingur sem nú er upprennandi smalahundur í Hraunholtum. Þeir ætla sér að taka það.............................sko féð.
Hann er hugsi yfir þessum nemendum hundatemjarinn er sennilega að vellta fyrir sér hvernig í ósköpunum eigi að vera hægt að kenna þessum hrossatamningamönnum.
Þessar ungu dömur voru mættar frá Hrísdal og áttu það sameiginlegt að vera yngstar.
Þarna er hún Ásdís að æfa sig og sína.
Það var gaman að koma svona saman og sannarlega nauðsynlegt að gera meira af því til að hundar og menn haldi sig við efnið og verði klári í leitirnar næsta haust.
Bíð spennt eftir næsta skrefi.....................