10.01.2010 22:32
Folaldasýning í máli og myndum I hluti
Í gær var haldin árleg folaldasýning í Söðulsholti sem eins og undanfarin ár heppnaðist með mikilli prýði. Til leiks voru skráð 78 folöld sem að voru velflest falleg og hreyfingagóð.
Sigurvegari sýningarinnar var hann Dökkvi frá Dalsmynni sonur Vonar frá Söðulsholti og Eldjárns frá Tjaldhólum. Gullfallegur foli með skemmtilegar hreyfingar og hreint ekki klárgengur eins og ég hefði kannske haldið miðað við faðernið, hann var einnig kosinn flottasta folaldið af áhorfendum. Innilega til lukku með gripinn Dalsmynnisræktendur.
Kátur minn sonur Auðs frá Lundum og Karúnar varð svo í öðru sæti, ég var að sjálfsögðu himinnlifandi með það. Þar sem við stóðum og tókum á móti verðlaununum kom það nú samt uppí hugann að það færi nú sennilega betur um Svan en mig þegar kæmi nú að því að setjast á bak.............allavega svona fyrst um sinn eða þangað til eðaltöltið kemur.
Í þriðja sæti var svo Snasi Þóroddsson frá Miðhrauni. Nánari úrslit getið þið séð inná síðunni hjá Söðulsholti sem er tengill hér á síðunni.
Þarna er hún Rjóð okkar í léttri sveiflu hún stóð sig með prýði og komst í úrslit í hryssuflokknum. Hún er undan Sunnu og Feykir Ándvarasyni frá Háholti.
.............vá eins gott að forða sér frá þessu pokadrasli.
Þarna er Kostur minn sonur Tignar frá Meðalfelli og Sparisjóðs frá Hallkelsstaðahlíð.
Það eru nú ekki allar myndirnar góðar sumar hreyfðar en þarna er Kátur sem er litli bróðir Sparisjóðs.
Þetta er Stjarna frá Hallkelsstaðahlíð hún er dóttir Upplyftingar og Feykis frá Háholti.
Passið ykkur...........ég ætla að sleppa.....víví..........ég bara stekk.
Eins og alltaf á viðburðum í Söðulsholti var andinn og mannlífið gott.
Skúli blístrar, Guðjón les, Dúddý hugsar, Mummi glottir og Benni passar kaffið sitt.
Ræktendur voru spenntir að sjá hvað fram færi...............greinilega eitthvað skemmtilegt.
Arnar, Jófríður, Ásdís, Siguroddur og Svanur, Rauðkollsstaðabóndinn leit undan.
Aðrir nýttu tíman vel og kynntu sér upplýsingarnar í sýningaskránni..........já og hölluðu sér og létu fara vel um sig svona eftir matinn.
Þeir voru hressir að vanda þessir strákar Bjarnarhafnabóndinn, Högni Bærings og Diddi Odds.
Þarna eru svo jarlar að vestan Sölvi, Stefán, Friðrik og hún Ásta í Borgarlandi sem kemur alltaf með eitthvað spennandi á svona sýningar. Átti sigurvegarann í hryssuflokknum hana Jódísi.
Þau létu sig ekki vanta fyrrverandi ábúendur í Hrauntúni Dúna og Rögnvaldur.
Þessir áttu bara eftir að syngja fyrir mig en þetta eru ,,söngbræðurnir,, Ásberg og Öddi.
Þetta var skemmtilegur dagur í Söðulsholti takk fyrir það gestir, bændur og búalið.