28.12.2009 23:20

Gaman gaman víííí



Það var ljómandi blíða í Hlíðinni í dag og enn var myndavélin á lofti.
Ég og Fannar fíni vorum aðeins að leika okkur og Mummi og Proffi fengu að fljóta með.
Á þessari mynd dreymir okkur um að komast bráðum á ísinn sem er þarna í baksýn sléttur og fínn. Það styttist óðum ef að frostið heldur svona áfram en það er samt betra að fara varlega vatnið er jú 26 metra djúpt sumstaðar.



Mummi tók þarna skeifnasprettinn á Proffa og það eru bara tvær vikur síðan Fannar fór á járn eftir haustfríið sitt.



Gaman að hafa þetta fína reiðfæri á túninu.



Ummmmm.......... hann er nú alltaf skemmtilegur þessi, það er ekki skrítið þó að ég sé spennt að sjá hvernig bróðir hans Vörður verður. Það eru myndir af honum hér fyrir neðan frá því í gær.



Það er nú venjulega þannig að ég þjálfa þennan og Mummi hinn en ræktandinn verður stundum að fylgjast með gripunum sínum (Fannari)




Og svo að drífa sig heim...........það var nú svolítið kalt í dag.