27.12.2009 22:01
Vörður með væntingum
Þrátt fyrir kulda og nokkura dag ofát rauk ég út með myndavélina í dag þegar Mummi var að ríða út og smelli af nokkrum myndum. Ég tapaði þó af nokkrum góðum tækifærum sem flugu framhjá á meðan ég var að gefa.
Á þessari mynd er hann Vörður minn sem er undan Tign minni og Arði frá Brautarholti, hann er ekki nema rúmlega tveggja mánaða taminn. Kellingin er bara a.....montin af honum.
Þarna koma þeir til baka úr reiðtúrnum en mér og myndavélinni var orðið svolítið kalt eins og sjá má á myndinni.
Þessir voru ,,kaldir á kanntinum,, en ég náði ekki mynd af þeim á ferðinni............ekki núna.
Annars var dagurinn alveg ljómandi góður riðið smávegis út í frostinu, lesið, horft á tónleika, já og auðvitað borðað svolítið. Allir í því efra eins og við köllum það komu í kaffi og svo var bara spjallað og leikið sér.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir