09.12.2009 23:48
Mannlíf á ungfolasýningu.
Ég smelli hér inn nokkrum myndum frá ungfolasýningunni í Söðulsholti, þarna eru heiðurshjón úr Borgarnesi að vellta vöngum yfir kynbótagripum framtíðarinnar.
Þarna er Magnús bóndi á Álftá sem kom sunnan af Mýrum að líta á gripina, þarna með sínu fólki.
Snæfellsnessbændur voru líka mættir í Söðulsholt sumir á leið heim úr skólanum.
Annars er það helst að frétta að Mummi kom galvaskur heim úr skólanum í dag , þá er hann kominn í jólafrí. Þannig að nú styttist í að við rekum saman hrossin setjum ormalyfi í hópinn og veljum úr hvað kemur inn fyrir jól. Bara spennandi og kannske verð ég dugleg að taka myndavélina með hver veit?
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir