04.12.2009 21:51
Góð kennslusýning hjá Ísólfi Líndal.
Aðstoðarljósmyndarinn minn er heldur betur umsetinn þarna alveg að hverfa í hópinn.
Í gær var brunað suður í reiðhöll Hestamannafélagsins Andvara á kennslusýningu sem haldin var á vegum Félags tamningamanna. Það var reiðkennarinn Ísólfur Líndal sem uppfræddi mannskapinn af mikilli snild. Ísólfur kom víða við og kom fróðleik sínum vel til skila með einföldum útskýringum á ,,mannamáli,, og mynti oft þó nokkuð á frænda sinn 'Isólfsson. Hann kom einnig með athygglisverð hross með sér sem hann notaði til að útskýra og sýna búnað og vinnubrögð. Þessi hross gáfu það til kynna að þau ætluðu svo sannarlega að láta að sér kveða á keppnisvellinum síðar.
Takk fyrir fróðlega og skemmtilega sýningu.
Við í stjórn Félags tamningamanna erum himinlifandi með aðsóknina á þá viðburði sem við höfum boðið uppá að undanförnu, þar sem á annað þúsund manns hafa mætt. Þetta hvetur okkur til að leggja mettnað okkar í að bjóða uppá fleiri og fjölbreyttari viðburði á næstunni.
Endilega smellið á FT hér undir ,,tenglar,, á forsíðunni og kynnið ykkur hvað er framundan, margir nýir viðburðir væntanlegir og ný heimasíða opnar innan skamms.
Á morgun er kominn nýr dagur og þá er meiningin að skella sér á ungfolasýningu í Söðulsholt.