01.12.2009 22:27

Úpps.....fyrsti des hvað?


Þau voru ánægð með rúlluna sína í dag þessi enda kalt og ónotalegt hér í Hlíðinni.

Það er alltaf þannig að þegar fyrsta alvöru frostið kemur þá fer maður að kvarta og skilur ekkert í því að þetta komi á óvart. Þó svo að gráðurnar hafi bara verið 6 þá var tilfinningin öruggleg nálægt 20 gráðum í dag.

Það var líka annað sem kom mér á óvart og það var dagatalið, fyrsti desember...............er það nú ekki einum of snemmt?
Jú það finnst mér, ég ætlaði að gera svo margt fyrir jól. Aðeins að skanna nánasta umhverfi (taka til) leika myndarlega húsmóðir (baka) slaka á, lesa hrútaskrána, Dalalíf og skoða stóðhesta í Worldfeng. Taka inn hross og byrja að ríða út 12 desember þá verður sko allt hreint og klárt í hesthúsinu og  auðvitað búið að sortera allar kindurnar í fjárhúsunum fyrir fengitímann. Í dauða tímanum ætlaði ég svo að þvælast í kaupstað og heimsækja vini og vandamenn. Svo eru nokkrir fundir þarna í reiðuleysi..........sem ég smelli mér á.

Eitt smáatriði gleymdist ég ætla að njóta aðventunnar og taka það rólega svo ég eigi gleðileg  jól hvað um ykkur?