26.11.2009 21:54
Annar í Hólum
Í gær fór ég í annað sinn þessa vikuna norður að Hólum þar sem að stjórn Félags tamningamanna var að funda með Hólamönnum og til að fara á verknámssýningu nemenda.
Við áttu góðan fund og sýningin hjá nemendum var ljómandi fróðleg og góð.
Það er alltaf svo gaman að koma í kennslustundir og sjá vinnubrögðin sem nemendur eru að læra og æfa sig í.
Við stjórnarmenn hér sunnan heiða lögðum snemma af stað og vorum komin fyrir hádegi á Hólastað. Þá fórum við og kíktum aðeins inní kennslustund hjá nemendum sem voru að æfa sig í reiðhöllinni og síðan fórum við í hesthúsið.
Hádegismaturinn hjá Óla kokki var góður eins og alltaf, að honum loknum funduðum við.
Margt nýtt og fróðlegt kom fram á fundinum og alveg ljóst að menntun tamningamanna framtíðarinnar er í góðum farvegi og mikill mettnaður til staðar hjá mannskapnum.
Það er alveg ljóst að það eru virkilega spennandi tímar framundan hjá skólanum og verður gaman að fylgjast með á næstu árum. Og síðan var það sýningin þar sem að nemendur sýndu margvísleg vinnubrögð og æfingar.
Á leiðinni heim lentum við í ævintýrum þegar ljósin á bílnum hans Marteins dofnuðu hægt og hægt að lokum var eiginlega orðið svarta myrkur. Við vorum þá stödda við Laugabakka svo að það var bara rennt þar heim. Á vegi okkar varð hjálpsamur herra sem brást skjótt við og í sameiningu leystu hann og Marteinn málið þannig að við dömurnar þurftum ekkert að láta reyna á bifvélavirkjahæfileika okkar................sem betur fer.
Það voru því þreyttir en ánægðir ferðalangar sem voru að mæta heim vel eftir miðnætti.
Myndavélin var með í för en því miður mundi enginn eftir henni fyrr en heim var komið.
Við áttu góðan fund og sýningin hjá nemendum var ljómandi fróðleg og góð.
Það er alltaf svo gaman að koma í kennslustundir og sjá vinnubrögðin sem nemendur eru að læra og æfa sig í.
Við stjórnarmenn hér sunnan heiða lögðum snemma af stað og vorum komin fyrir hádegi á Hólastað. Þá fórum við og kíktum aðeins inní kennslustund hjá nemendum sem voru að æfa sig í reiðhöllinni og síðan fórum við í hesthúsið.
Hádegismaturinn hjá Óla kokki var góður eins og alltaf, að honum loknum funduðum við.
Margt nýtt og fróðlegt kom fram á fundinum og alveg ljóst að menntun tamningamanna framtíðarinnar er í góðum farvegi og mikill mettnaður til staðar hjá mannskapnum.
Það er alveg ljóst að það eru virkilega spennandi tímar framundan hjá skólanum og verður gaman að fylgjast með á næstu árum. Og síðan var það sýningin þar sem að nemendur sýndu margvísleg vinnubrögð og æfingar.
Á leiðinni heim lentum við í ævintýrum þegar ljósin á bílnum hans Marteins dofnuðu hægt og hægt að lokum var eiginlega orðið svarta myrkur. Við vorum þá stödda við Laugabakka svo að það var bara rennt þar heim. Á vegi okkar varð hjálpsamur herra sem brást skjótt við og í sameiningu leystu hann og Marteinn málið þannig að við dömurnar þurftum ekkert að láta reyna á bifvélavirkjahæfileika okkar................sem betur fer.
Það voru því þreyttir en ánægðir ferðalangar sem voru að mæta heim vel eftir miðnætti.
Myndavélin var með í för en því miður mundi enginn eftir henni fyrr en heim var komið.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir