15.11.2009 22:14
Fannar og formið.
Á myndinni er hann Fannar að hugsa.............já Fannar að hugsa það var einmitt það sem ég efaðist um í stutta stund að hann gerði, eftir æsilegan eltingaleik um daginn.
Seinna hef ég komist að því að hann hugsar og er háklassa karlremba þessi elska.
Eins og sönn dekurrófa er hann í ,,sparihaust,, hólfinu sínu með besta vini sínum honum Dregli. Að undanförnu hafa verið að bætast í hópinn gripir sem að honum finnst sennilega vera fyrir neðan sína virðingu og því ákvað hann að stinga af. En hann átti fleiri kvennaðdáendur en hann hefur reiknað með svo að hann gat nú ekkert laumast öðruvísi en með hópinn á eftir sér. Til að gera langa sögu stutta þá sluppu Fannar og dömuhópurinn heim á tún þegar þangað var komið var hlaupið eins og villidýr fram og til baka. Í byrjun hélt ég að það væri nú örugglega á færi virðulegar húsfreyju að koma þeim til baka en fljóttlega kom í ljós að svo var ekki. Ég fór því heim og sótti Astrid og rukum við af stað fullvissar um að hafa sigurinn fljótt. Fannar var ánægður með athygglina og bætti enn í hlaupin, hinsvegar var farið að draga af fylgdardömunum og þær hættar að hafa við honum.
Þegar hér var komið við sögu voru fylgdardömurnar orðnar móðar og másandi en okkur Astrid var helst farið að hittna í hamsi.............jafnvel svo hressilega að ekki voru öll orðin sem fuku útí haustblíðuna falleg. Svo loksins þegar Fannar hafði hlaupið nægju sína og kannað alla króka og kima innan túngirðingar ákvað hann að rjúka sjálfur til baka í girðinguna. Langt á eftir honum í gegn um hliðið komu svo dömurnar hans sveittar og dasaðar. Að lokum komu svo aðrar dömur fúlar, tuðandi og pirraðar. Þá stóð þessi elska rétt fyrir innan hliðið og horfði á bæði hryssur og kellur með samúaðar svip sem sagði.............iss þið eru ekki í neinu formi hafið þið ekki verið á Hólum.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir