13.11.2009 00:01

Góð kennslusýning í frábærri reiðhöll og smá ,,ömmu,, knús.


 Já það var sko hægt að segja að hún var fjölbreytt, fróðleg og skemmtileg kennslusýningin sem haldin var í stórglæsilegri nýrri reiðhöll vestlendinga í Borgarnesi.
Þórarinn Eymundsson tamningameistar FT stóð fyllilega undir væntingum og hélt 250 námfúsum nemendum vel við efnið í rúmlega tvo tíma. Þórarinn hafði meðferðis tvær hryssur sem að hann notaði við kennsluna önnur þeirra var gæðingurinn Þóra frá Prestbæ hin ung og efnileg Orradóttir. Að auki fékk hann svo í hendurnar hryssu Hamónu frá Söndum sem að hann hafði ekki áður séð og sýndi hvernig hann vildi vinna með hana og gaf ráð við áframhaldandi þjálfun. Virkilega gaman að fylgjast með vinnubrögðum hans.



Þær heppnuðust nú ekki allar vel myndirnar, svolítið erfitt að fá rétta birtu inní höll.



Þeir kunnu að sko að meta vöfflurnar þessir drengir...............



Það var þétt setið í stúkunni, verst hvað myndirnar eru dökkar. En höllin er alveg stórglæsileg og frábært skipulag og hönnun sérstaklega innandyra. 
Höllin á  örugglega eftir að nýtast vel. Innilega til hamingju allir þeir sem hlut eiga að máli.



Þá er að smella sér norður yfir fjöllin Þórarinn og Þóra ásamt aðstoðarfólkinu þeim Heiðrúnu og Pétri.



Ég og ,,ömmustelpan,, mín vorum líka orðnar þreyttar en urðum samt að knúsast svolítið áður en ég fór heim í Hlíðinna og hún í Reykholtsdalinn. Hún er heldur betur efnileg hestakona búin að skreppa á Hóla og mætir svo á kennslusýningu (svaf reyndar í vagninum sínum þangað til fólkið fór að klappa) en hefur örugglega lært eitthvað.