05.11.2009 22:19

Sjaldséðir hvítir hrafnar.......



Það er erfitt að halda haus á þessum síðustu og verstu tímum svo það er gott að eiga góða að.

Hér í Hlíðinni hefur sést grár/hvítur hrafn nokkrum sinnum á síðustu vikum. Ég er sko ekki að tala um sjaldgæfan gest sem að ekki hefur komið í kaffi í langan tíma. Ó nei ekki aldeilis. Þið skulið nú lesa aðeins lengra ég er ekki alveg búin að tapa glórunni. Ég var búin að sjá hann nokkrum sinnum en þar sem að ég er nú enginn sérstakur fuglaspekingur og sé ekki vel þá þorði ég ekki að hafa orð á þessu í nokkra daga. En þegar aðrir hér á bæ fóru að færa þetta varlega í tal við mig örugglega jafn smeikir um glóru missir eins og ég , þá var rokið í nánari fuglaskoðun.
Í ljós kom að þetta er svo sannarlega hrafn og liturinn er grár/hvítur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná mynd af gripnum. Við Astrid erum báðar búnar að gera tilraunir til að mynda gripinn og var Mummi svo virkjaður í málið um síðustu helgi en honum varð ekkert frekar ágengt í málinu. Hrafninn er sem sagt eins og fræga fallega fólkið mikið fyrir að láta elta sig með myndavélina.

Ég var að fá fréttir frá henni Ansu okkar í Finnlandi og þar er sko vetur 30 cm djúpur snjór. Það er sko eins gott að þeir félagarnir Nasi og Pinni eru vanir Íslensku fjallaveðri.
Það er gott fyrir þig Ansu að venja þig við snjó og vetur sérstaklega ef að þú kemur heim til Íslands og ferð í Háskólann á Hólum.emoticon

Í dag var tekinn smá hringur í eftirleit en ekkert fannst nema skruddur sem að höfðu stungið af út af túninu og voru að reyna að laumast til fjalla. Þær eru skrítnar þessar kindur ef að þær eiga að vera uppí fjalli þá koma þær í túnið en ef að þær eiga að vera á túninu þá er sjálfsagt að stinga af.

Það er ýmislegt á döfinni næstu daga en nánar um það síðar.