04.10.2009 21:35
Spá.......halda......vona....og stundum.......verða viss.
Máninn fullur fer um heiminn.....................................og tyllir sér á Geirhnjúkinn.
Það var yndislegt veður í dag sama hvort það var á Skógarströndinni eða í Hnappadalnum.
Ég tók margar fallegar myndir sem koma inná almbúnin mín á næstunni.
Í gær fórum við í leit inná Skógarströnd þar voru leitir á Háskerðingi, Grásteinsfjalli og síðan í Stóra og Litla-Langadal. Veðrið var gott en færið var nú ekkert sérstakt þungt og snjóföl.
Ég verð að játa að skógur, lyng og sina bjóða ekki uppá skemmtilegt göngufæri þegar svo snjór hefur bæst við. Allt gekk þetta nú samt ljómandi vel með hjálp góðra hunda og fjórhjóla. Var fénu safnað saman og rekið í réttargirðinguna við Ósrétt og gleymt þar þangað til í morgun þegar það var réttað í blíðunni.
Hér er aðeins tekið á þjóðmálunum ekki veitir af....................
Albert, Ásbjörn, Helga, Sveinbjörn og Jóel.
Það voru skemmtilegar andstæður í litunum hér í Hlíðinni eins þið sjáið, meira af því þegar ég hef sett inn fleiri myndir.
Eftir að Ósrétt var búin var smalað hér útí hlíð og síðan farið í Hraunholt þar sem féð var rekið inn. Við heimtum þó nokkuð margt fé í dag og eru heimtur að batna dag frá degi.
Eitt af mínum uppáhalds sparilömbum kom í dag, það er hvít gimbur undan afburðagóðri kind sem ég hef mikla mætur á. Þegar hún fæddist í vor var ég næstum ákveðin í að þetta yrði kynbótagripur sem mjög líklega yrði fyrir valinu þegar kæmi að vali á líflömbum. Þá leyfði ég mér bara að vona núna er ég viss.
Þið sem að ekki stundið eða hafið áhuga á búfjárrækt verðið að vita að það er þetta sem er svo gaman við þetta allt saman.
Spá............halda...........vona..........og stundum.......verða viss.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir