27.09.2009 22:05
Laufskálinn,Sparisjóður á skólabekk, kaupfélagstuð og tilnefningar í vafasömum flokki......
Ef að ykkur finnst veðrið á myndinni hér að ofan ekki gottt þá ættuð þið bara að vita hvernig það varð þegar leið á daginn................
Þarna er verið að reka stóðið til réttar í Laufskálarétt en þangað var einmitt brunað um helgina í góðra vina hópi. Veðrið var frekar leiðinlegt en þó getur maður sagt svona eftirá að það hefði getað verið verra. Við vorum í sama góða félagsskapnum og síðasta ár ,,síungar sparisjóðsgellur,, og fylgdarlið. Og er eins líklegt að þetta verði framvegis árviss viðburður.
Við fórum norður á föstudaginn og var eftirlætið mitt hann Sparisjóður tekinn með. Enda alveg frábær hópur fyrir hann svona sparisjóðs eitthvað........... Sparisjóður verður á Hólum næstu vikurnar þar sem hann nemur gagnleg og gáfuleg fræði hjá Mumma. Það er vonandi að hann takið námið alvarlega og standi sig með prýði.
Ég fékk smá fréttir af þeim þremur folum sem að fóru norður að Hólum um daginn til náms og eru þær frekar jákvæðar.
Á laugardaginn byrjuðum við daginn með því að bruna í Kaupfélagið á Sauðárkróki. Mér finnst alltaf jafn gaman að koma í Kaupfélagið og skoða þessa flottu búð þar sem allt milli himins og jarðar er til. En ég er alltaf jafn örg þegar ég eftir heimsóknir í KS hugsa til þess hvernig allt hefur klúðrast og tapast í burtu úr mínu kaupfélagssvæði Borgarnesi. Væri nú ekki margt öðru vísi í Borgarnesi ef að það væri alvöru kaupfélag, sláturhús, kjötvinnsla og mjólkursamlag? Ég held það, en ég er gamaldags og stuttskólagengin svo að þetta er kannske vitleysa. Mér er í fersku mynni svar gamals manns sem var spurður hvort að honum þætti ekki hræðilega dýrt allt í kaupfélaginu, hann var fljótur til svars þó níræður væri
,,það er dýrt að kaupa það, ódýrt að sleppa því,,
,,það er gott að hafa það, vont að vanta það,,
en nóg af svona kaupfélagsergelsi.
Um hádegið var svo brunað í réttina til að sýna sig og sjá aðra og um kvöldið var svo lifað og leikið sér framá rauða nótt.
Þarna er þessi föngulegi hópur saman kominn fyrir utan Hótel Varmahlíð,partur af hópnum var farinn heim. Það skal tekið skýrt fram að ég tók myndina bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning um gegnsæi.
Helga Björk, Sigurbjörg, Arnar, Bjarni, Margrét, Guðríður Hlíf, Skúli og Guðjón.
Takk fyrir samveruna...........
Það er gott að eiga góða að eins og ég hef margoft reynt.
Þegar við komum heim höfðu Þóra, Astrid og Magnús klárað að taka upp allar kartöflurnar. Þvílíkur léttir...............og takið eftir þau urðu ekki úti þrátt fyrir rok, hagl og leiðindi.
Þessa helgina var ekki tilnefndur fyrirmyndarhestur dagsins heldur fóru fram tilnefningar í flokknum ,,vandræða, glæpajúða,uppátækjahundar helgarinnar,,
Flestar tilnefningar hlutu fyrirmyndarbræðurnir Ófeigur og Þorri fyrir verkið ,,úlpa húsfreyjunnar étin,,
Nánar um það síðar.....................................irrrrrrrrrrrrrrrrr irrrrrrrrrrrrrr
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir