23.09.2009 22:20

Réttir í máli og myndum.



Eins og ég sagði ykkur frá í síðasta bloggi þá var gaman um réttirnar. Hér koma nokkrar myndir sem staðfesta það smá sýnishorn.



Það dugði ekki minna en þrír gítarspilarar, tveir þeirra eru þarna og auk þess sérstakur laga ráðgjafi sem valdi óskalögin.



Húsráðendurnir voru kátir með skemmtilega gesti.....................



..............og þarna er Hallur frændi minn að messa yfir lýðnum og þá sérstaklega Þóru.



Og sumir tóku því rólega og horfðu á góða mynd meðan söngurinn stóð sem hæðst.



Eins og sjá má þá tók söngurinn á og urðu menn jafnvel sveittir af átökunum.



Svo urðu sumir syfjaðir þó það væri fjör.



En það sofnaði bara einn í vaskinum þetta kvöld.............................og svaf þar þegar að Astrid myndatökumaður kom að honum. Eins gott að enginn skrúfaði frá vatninu.