14.09.2009 22:02
Smalar kynntir til leiks..................
Þá er komið að því að kynna væntanlega stórsmala sem mæta til starfa nú í vikunni.
Fyrstan kynni ég til leiks Þorra Káts hann er ungur og efnilegur svolítið undirförull en afar áhugasamur smali. Hann á að baki örlítinn afbrotaferil sem er þó innan skekkjumarka og hægt að heimfæra að helst öllu leiti á aðra, svo sem tjaldbúa og illa staðsettar túnrollur.
Það vill svo illa til að Þorri þarf að stunda bóklegt nám í vikunni og hefur því boðað forföll.
Næstur er kynntur til leiks Ófeigur Káts hann er blíðlindur og svolítið óheppinn klunni sem vill allaf gera vel en með misjöfnum árangri. Hann á engan afbrotaferil að baki og helgast það helst af því að hjartað er frekar lítið og að hans mati mjög óskynsamlegt að vera yfir höfuð að fara að heiman. Helsti kostur hans er að eins strengs rafmagnsgirðing heldur honum alveg eins og ætlast er til með stórgripi eins og hann. Því miður verður hann upptekinn við að gæta hússins svo að hann tekur ekki þátt í smalamennsku að sinn.
Næst kynni ég til leiks íslenska fjára hana Snotru Kubbs hún er lítil, málgefin og afskiptasöm. Snotra hefur mjög mikilvæg hlutverk á heimilinu, vera mjúkur bangsahundur til að knúsa og kjassa og að bera ábyrgð á öllum afglöpum sem bræðurnir Ófeigur og Þorri framkvæma.
Af þessu sjáið þið að hún er þjökuð af vinnuálagi. Snotra vill ef að hún fær að ráða alltaf hafa síðasta orðið. Snotra er vinur vina sinna, vinir Snotru eru allir sem vilja.
Snotra verður ,,talsmaður,, hunda í leitunum.
Síðast en ekki síst er það svo hún Deila Flókadóttir gamla kempan yndislega ljúfur og góður hundur. Hún er algerlega ómissandi í leitirnar og stendur sig alltaf með prýði, verst hvað hún er að eldast. En synirnir tveir koma sterkir inn og verða vonandi búnir með það bóklega næsta haust. Deila er kurteisasti hundur sem að ég hef kynnst og vill alltaf gera manni til geðs. Deila verður yfirsmalahundur búsins eins og mörg undanfarin á.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir