13.09.2009 21:50
Sparisjóður grasekkill.......og smalafiðringur að auki.
Eins og þið sjáið hér á myndavalinu er kominn smalahugur í húsfreyjuna enda farið að styttast verulega í fjörið. Þessi mynd var tekin 4 september s.l og sýnir Djúpadalsána frekar aumingjalega en eins og þeir muna sem smöluðu með okkur í fyrra þá getur hún orðið ofsafengin og gráðug ef að hún fær til þess vatn. En við vonum bara að hún komist ekki í svoleiðis ham þetta haustið þrátt fyrir vafasama veðurspá.
Er ekki mikið um svona sveigur og beygur þarna á Hólum?
Rétt að æfa sig áður en alvara lífsins hefst svo að maður verði ekki mesti tossinn í bekknum.
Þetta er hann Vörður Arðsson sem núna er á Hólum í háskóla.
Ég verð að játa að ég bíð spennt eftir því að vita hvernig hestarnir þrír sem fóru norður að Hólum komi til með að standa sig í náminuu. Í næstu viku byrjar þetta fyrir alvöru og þá fyrst verður að vænta frétta.
Í dag fór síðasta hryssan heim frá honum Sparisjóði, það var fullorðin hefðardama utan af Nesi sem að vonandi hefur haft bæði gagn og gaman af dvölinni.
Hann var svolítið einmanna en hresstist þegar að hann kom inní hesthús þar sem hann hitti góða félaga. Á morgun fer hann út í nýja girðingu þar sem að hann slappar af eftir annir sumarsins og safnar kröftum fyrir annríki haustsins. Það er annasamt að vera uppáhalds.
Réttin heim við fjárhús fékk aðeins upplyftingu í dag þegar að árleg yfirferð fór fram. Á morgun er það svo girðingin sem á að draga úr líkum á því að allt féð tapist út um allt þegar rekið verður inn á sunnudaginn næsta. Sem sagt undirbúningur í fullum gangi og bráðum hægt að segja eins og gjarnan fyrir jólin ,,bara eftir að kveikja á kertunum,,
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir