06.09.2009 21:19

Hin heilaga þrenning og stóðsmölun.



Hin heilaga þrenning............................Dregill, Fannar og Proffi í dekurgirðingunni.
Þessir fínu herrar fóru í haustfrí á fimmtudaginn. Dregill og Fannar eru búnir að standa í ströngu alveg frá því í desember í fyrra, vera á Hólum og keppa helling í sumar. Svo að fríið var virkilega kærkomið hjá þeim.  Proffi aftur á móti er eiginlega í sjálfteknu haustfríi í óþökk húsfreyjunnar sem að sannarlega ætlaði að nota hann miklu meira í haust. En klárinn er klár því fann hann bara fínan slagsmálahest og hljóp og tuskaðist við hann þar til báðar fram skeifurnar voru farnar og hófarnir með. Því var fátt annað í stöðunni en frí og hófasöfnun.



Á föstudaginn smöluðum við stóðinu og rákum það heim til þess að taka frá hross sem að eiga að fara að sinna göfugra hlutverki en því að bíta gras uppí fjalli.



Það var hopp og hí og hamagangur................. þarna fer hluti af stóðinu yfir Djúpadalsá.




Urðin mín ákvað að það væri sniðugt að óþekktast svolítið og hljóp á undan út leira.



..............og að lokum voru allir komnir inní gerði.
Þarna er hún Glotthildur Glottadóttir að kljást við Vörð og Léttlindur fylgjist með.



Og Mummi fann Snekkjuna sína sem er alltaf jafn geðgóð og skemmtileg. Muggur gæist inná myndina líka.