24.08.2009 20:59
Skúta loksins köstuð og smá myndasaga frá vorinu.
Loksins, loksins kastaði hún Skúta hans Mumma brúnni hryssu undan Gaumi frá Auðsholtshjáleigu. Ég var búin að bíða með myndavélina á lofti í allan gærdag því þá var orðið ljóst í hvað stefndi. Mjólkin bunaði úr henni frá því um hádegi í gær. En Skúta var sniðug og ákveðin í því að láta engan ná myndum af þessu svo að hún kastaði í svartamyrkri í nótt.
Hryssan hefur hlotið nafnið Trilla í höfuðið á ömmu sinni.
Á föstudaginn kom hún Rák heim eftir skemmtilega sumardvöl hjá gamla höfðingjanum Pilti frá Sperðli. Hún sónaðist fylfull eins og til var ætlast svo nú er bara að bíða spennt eftir afkvæminu næsta vor.
En vitið þið hvað ???? mér finnst örstutt síðan í sauðburði.................
........þá voru allar stíur fullar af fé og meira að segja á tveimur hæðum sumstaðar.
Þá kom líka Ansu frá Finnlandi að hjálpa okkur.............eins og reyndar fullt af öðru góðu fólki.
.......ég og Hrannar reyndum að hugsa eitthvað gáfulegt..........sem að sjálfsögðu tókst.
Snotra og Astrid voru stundum þreyttar......................
..............................................en Lalli notaði tímann vel og hugleiddi lífið og tilveruna (stelpur eru sko í tilverunni).
Næturvaktin gat verið stembin sérstaklega á daginn...................maður verður samt að fá lit.
...........en þegar sauðburðurinn var búinn urðu sumir hoppandi kátir...............
................því þá fæddust folöld.
Smá leikur að myndum, alltaf skemmtilegt að rifja upp góðar stundir.
Á morgun verða sónaðar fleiri hryssur svo að ég get þá sagt ykkur meiri fréttir.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir