20.08.2009 22:26
Úti er alltaf að snjóa.........nei sem betur fer bara slydda
Þetta er nú ekki grín...............það gránaði í fjöllin áðan og það er 20 ágúst. Reyndar hefur Geirhnjúkur gránað einu sinni áður í sumar en núna náði þessi grái niður um allt. Hellisdalur, Tindadalir, Skálarhyrnan, Snjó og Þverdalur.............grátt og ekki gaman.
Vona að berin frjósi ekki strax og kuldinn nái ekki í kartöflugarðinn.
Það var allavega ógeðslegt veður í kvöld þegar við smelltum hrossunum inn ekki gott fyrir þau greyin að fá slyddu ofan í svitann. Mér fannst þau bara fegin að fá að vera inni í nótt, smá tilbreyting þar sem þau koma alltaf inn á morgnanna og fara út á kvöldin.
Annars er búið að vera ýmislegt stúss í gangi í dag, ég brunaði eina ferð til Reykjavíkur (að sjálfsögðu á löglegum hraða ) að sækja varahlut. Þessar elskur í Vélfangi voru sneggri en við áttum von á og því allt tilbúið í dag.
Takk fyrir góða þjónustu nú í þessu bilannafári Vélfangsmenn og Skipanesdrengir.
Á morgun þarf að sækja eina hryssu sem vonandi kemur fylfull heim og ýmislegt fleira er á döfinni. Það er því best að fara bara að skoða koddann.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir