15.08.2009 00:00
Tíminn er fljótur að líða....
Mói og Kátur tuskast................... myndin er tekin 5 júní 2009.
Það er skrítið hvað tíminn líður hratt mér finnst að það hafi verið vetur í fyrradag vor í gær og nú eigi að vera endalaust sumar. En það er nú öðru nær. Það styttist óðum í haustið krakkarnir fara að yfirgefa okkur og skólarnir að byrja.
Fyrir mörgum árum sagði vinnkona mín þá á níræðisaldri mér að ef að mér finndist helstu stórviðburðir ársins næstum ná saman þá væri ég í góðum málum og nyti lífsins.
Hún tíundaði fyrir mig hvaða atburðir væru hæfir til að teljast stórviðurðir og viðmiðunnarhæfir í þessu sambandi. Það voru jólin, þorrinn, páskarnir, sauðburðurinn, heyskapurinn, berjatýnslan, kartöfluupptakan, réttirnar, sláturtíðin og bændahátíðin.
Þetta nær allt saman hjá mér svo að ég hlýt að vera í góðum málum á reyndar fullt í fangi með að fylgjast með þessu öllu.
Ég er reyndar svo heppin að geta alls ekki gert uppá milli hvaða árstími er skemmtilegastur.
Það er allt gott að frétta úr hesthúsinu mikið riðið út í dag og þó nokkur gestagangur þar.
Nokkur tryppi hafa verið að stíga sín fyrstu skref með knapa á bakinu síðustu daga og alltaf eru hestar að koma og fara.
Fyrirmyndarhestur dagsins í dag var hann Muggison skemmtilegur fjögura vetra foli sem að Mummi á undan Skeifu Oturs og Mugg Faxasyni.
Rétt svona í lokin.................það væri nú gaman ef að þið sæuð ykkur fært að skrifa í gestabókina hér á síðunni. Það er svo skrítið að fá fullt af gestum alla daga og hafa ekki hugmynd um hverjir þeir eru.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir