11.08.2009 22:29
Sparisjóður með heimilishjálp og fleiri góðir viðburðir.
Sumum er hreinlega gefið meira sjálfstraust en öðrum...........þarna er hann Kostur minn að reyna að aðstoða föður sinn. Honum hefur líklega fundist full mikið annríki hjá Sparisjóði og ákveðið að vera hjálpsamur sonur. Hann er allavega sannfærður um að þetta geti hann vel.
Það hefur fjölgað ört hjá Sparisjóði síðustu daga og í gær fékk hann þrjár eðaldömur til sýn sem að honum er ætlað að þjóna. Ein af þeim er Klara vinkona mín frá Lambastöðum, en hún eignaðist um daginn rauða hryssu undan Dyni frá Hvammi. Við erum stórhrifin af þessu folaldi og hreyfingarnar er stór glæsilegar. Aldeilis spennandi gripur.
Við fórum í gær og kíktum á hann Hlyn og Edda sónaði hjá honum hryssurnar. Útkoman var nokkuð góð og vonandi nokkrir fyrirmyndar reiðhestar á leiðinni. Hlynur leit frábærlega út og var eins og ungur reiðhestur í toppþjálfun...............algjör kroppur.
Helgin hér í Hlíðinni var hreint frábær við fengum góða gesti sem að komu hér með hestana sína og riðu út með okkur. Við fengum gott veður og riðum skemmtilega leið um slóðir sem að margir af gestunum höfðu aldrei farið. Í stuttu máli og á tungu heimamanna......út hjá Heiðarbæ, niður hjá Höfða, Gjánna og niður að Rauðamel. Þar var stoppað og þegið kaffi sem að ein úrvals húsfreyja úr sveitinni kom með til okkar. Að því búnu var riðið ,,upp hraun,, og heim að Hraunholtum síðan var riðið heim í Hlíðina. Þar hitnaði í kolunum í orðsins fyllstu merkingu og undir miðnættið voru allir orðnir saddir og sælir.
Þökk sé íslensku sauðkindinni einu sinni enn...................
Á sunnudaginn var síðan tekinn annar reiðtúr og þá héldu gestirnir heim á leið.
Já það er alltaf gaman að hittast og rifja upp góðar stundir með fyrrverandi samstarfskonum mínum úr Sparisjóði Mýrasýslu. Takk kærlega fyrir komuna það var gaman að fá ykkur öll.
Mummi smellti sér norður á Hvammstanga um helgina og tók þátt í íþróttamóti þar. Fór hann með kappana Fannar og Dregil. Hann var bara nokkuð kátur með árangurinn (sjá úrslitin inná http://thytur.123.is/
Mig er farið að hlakka til að skreppa í stóðréttirnar í haust og hitta ferðafélagana góðu frá því á fjörunum í sumar.
Hann Jón Ben yfirgaf okkur síðasta föstudag eftir góða samveru í sumar vonandi birtist hann sem fyrst aftur. Læt hér fylgja með vísukorn sem að hann skyldi eftir sig.
Hlátursóminn heyra má
frá álfum á Hafurstöðum.
Þar var ekkert borið á
því bila nú tæki í röðum.
Nú er að líða undir lok
bilanna sumar mikið.
Og allir komnir með uppí kok
af heyskap fyrir vikið.
Þetta þarfnast frekari skýringa fyrir þá sem ekki til þekkja..............það kemur síðar.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir