05.08.2009 23:13
Ánægjuleg sónarskoðun........alveg 100%
Þessi hestur heitir Muggur og er hér í tamningu hjá okkur, ég dauðöfunda frúnna sem á hann.
Góður dagur að kveldi kominn og þá er rétt hjá húsfreyjunni að setjast niður og rifja upp ,,sumt,, af því sem gerðist hér í Hlíðinni í dag.
Það var sónarskoðað hjá honum Sparisjóði í dag og kom þá í ljós að fylprósentan er 100% ennþá.
Það var ljómandi gott að geta aðeins fækkað hjá honum því að síðast í gær var að bætast við í dömuhópinn hjá honum. Fullt að gera hjá kappanum.
Á mánudaginn verður svo sónarskoðað hjá honum Hlyni inná Lambastöðum og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.
Annars var heil mikið riðið út hér í dag og svo komu hér nokkrir að skoða hross. Stóðið sá ástæðu til að ösla langt útí vatn og koma heim á tún með tilheyrandi látum. Fáir höfðu húmor fyrir þessum leik og fóru vaskir sveinar með rafmagnsgirðinguna eins langt útí vatn og tæknin leyfði. Var tækifærið notað og nokkrir folar teknir höndum og settir í megrun.
Verð að segja ykkur eitt svona í trúnaði.............. ég ætla ekki að skrifa um landbúnaðartæki og viðhald þeirra eða pólitík hér í kvöld. Ástæðan er einföld ég verð svo geðvond af því.
Það verður því að bíða betri tíma.
Í dag var algjört met í heimsóknum á heimasíðuna okkar 290 heimsóknir sem er frábært. Takk fyrir innlitið alltaf ánægjulegt að fá heimsóknir hvort heldur það er í hlaðið eða á síðuna.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir