23.07.2009 23:03

Í dagsins önn............



Þessi mynd heitir..........Drottningin í fjöllunum...................er það ekki gott nafn?

Veðrið í dag var nú kannske ekki alveg í takt við það sem það var í síðustu viku en samt ekki svo slæmt. Með örðum orðum svona gott vont, það komu leiðinda kuldaskúrir en svo glampandi sól á milli. Ég hugsaði til ferðafélaga minna sem að smelltu sér í norðurlandið í gær þegar að verstu demburnar gengu yfir. Örugglega ekki verið notalegt ferðaveður. Hitastigið er ekki hátt núna en það er næstum komið logn svo að þetta stendur allt til bóta.

Vaskir sveinar keyrðu heim rúllur í óða önn en hinir fjallabúarnir riðu út og stússuðu í hrossum.
Það komu nokkrir eigendur að líta á gripina sína í dag og aðrir koma á morgun. Eftir helgi kemur svo næsti stóri hestaferðahópur þannig að góðar girðingar verða að vera klárar.

Ég hef uppi nokkur góð áform um að framkvæma ýmislegt á næstunni en veit samt ekki hvort að ég á að segja ykkur frá þeim. Það er nefninlega ekki víst að ég hafi það af að efna þau og framkvæma. Læt samt vaða............en algjörlega án skuldbindinga.

1. Verða betri að ríða í söðlinum mínum.
2. Prjóna bláan kjól (er að verða næstum því ,,amma,, innan skamms)
3. Læra að nota matarlím.
4. Heimsækja vini sem ég hef hitt alltof lítið.

Fyrirmyndarhestur dagsins var hann Hlátur minn, bauð Skúla að prófa hann og var bara nokkuð sátt.