17.07.2009 22:58

Sparisjóður hugsar ekki um ESB.



Já hann Sparisjóður minn er hugsi yfir ástandinu og skyldi engan undra, ég held samt að hann sé ekki að horfa til ESB. Heldur að dáðst að blíðunni sem var hér í dag.

Það hefur ýmislegt á dagana drifið síðan ég skrifaði síðast, ber þar hæðst skemmtileg ferð útá Löngufjörur með skemmtilegu fólki og góðum hestum. Fyrsta daginn var riðið hér að heiman og niður í Kolviðarnes síðan frá Kolviðarnesi í Traðir. Við fengum ljómandi veður og Guðdómlegt færi á fjörunum. Á næstu dögum verður ferðinni haldið áfram og innan tíðar komið heim í Hlíðina.