18.06.2009 21:51
Stór þjófnaður og annir hjá Sparisjóðnum.
Á myndinni er Mói litli Sparisjóðsson að gera ,,Hólaæfinguna,, fram og niður og æfir í leiðinni aukna skrefastærð og fimi.
Já það var framinn stór þjófnaður hér í dag en ábúendum tókst með snarræði og lipurð að skakka leikinn og góma þjófinn án aðstoðar lögreglu.
Þannig var að hún Upplyfting kastaði þessu líka fína merfolaldi rauðstjörnóttri hryssu sem hlotið hefur það frumlega nafn Stjarna. Hryssan er undan Feyki Andvarasyni frá Háholti.
Gletta gamla sem að missti sitt folald fyrir nokkru er óvön því að hafa ekki folald á sínum snærum. Folaldið sem að hún missti var það þrettánda í röðinni. Tók hún því til sinna ráða í morgun rak Upplyftingu í burtu og ákvað að eiga Stjörnu litlu og stinga af með hana. Þetta gekk allt eins og í sögu hjá henni þangað til að folaldaeftirlitið í gamla bænum komst í málið.
Rauk þá her manns til og elti ,,barnaræningjann,, uppi kom böndum á hann og flutti heim í hús. Upplyfting var að vonum mjög fegin og þakklát fyrir hjálpina en Gletta var nú ekki eins kát. Eins gott að folaldaeftirlitið í gamla bænum klikkar ekki.
Hann Sparisjóður minn fékk fyrstu dömu sumarsins í heimsókn í dag, myndar hryssu sem kom alla leið af suðurlandinu. Svo á næstu dögum fer garpurinn útí girðingu að sinna embættisverkum sínum. Sparisjóður er hér rétt við húsvegginn svo að það er auðvelt að fylgjast með honum og spjalla við hann öðru hvoru.
Hann tekur á móti hryssum hér heima í allt sumar ef að einhver hefur áhuga.
Faðir hans er Gustur frá Hóli og móðirin Karún frá Hallkelsstaðahlíð.
Í kynbótamati hefur hann í aðaleinkun 120.
Fyrirmyndarhestur dagsins..............já auðvitað hún Gletta gamla sem að reyndi sitt besta til að ala upp folald eins og venjulega.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir