08.06.2009 00:34

Kynbætur............

Í dag fóru 5 hryssur undir stóðhesta Karún mín fór undir Stikil frá Skrúð, Snör undir Ramma frá Búlandi, Andrá undir Þrist frá Feti, Tryggð og Spóla fóru svo undir höfðingjann og reiðhestaföðurinn  Hlyn frá Lambastöðum. Og nú er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessum ævintýrum. Eini hesturinn af þessum sem að ég hafði ekki séð var Rammi frá Búlandi en eins og ég hef áður nefnt þá fékk ég tollinn undir hann í happdrætti reyndar eins og tollinn undir Stikil. Já kellingin er stundum heppin.
Ég verð að játa að Rammi var langt fyrir ofan mína væntingar, gull fallegur og með frábærar hreyfingar. Ólafur bóndi í Skák sýndi okkur svo hryssur undan Ramma sem að eru ljómandi fallegar og efnilegar. Sem sagt ég mæli hiklaust með því að fólk skoði þennan hest og fylgist með afkvæmunum sem farið hafa í dóm og eru á leiðinni þangað.

Á föstudaginn síðasta eignaðist hún Kolskör mín brúna hryssu það var sko alveg eins og ég var búin að biðja hana um. Faðirinn er Adam frá Ásmundarstöðum. Ég hef enn ekki ákveðið undir hvaða hest Kolskör fer nú í sumar en hugsa mikið þessa dagana. Nafnið á hryssuna kemur svo von bráðar þarf líka umhugsunnarfrest svo að það verði vönduð vinnubrögð á þessu hjá mér.
Nú eru allar hryssurnar sem koma til með að kasta í sumar komnar heim svo að auðvelt er að fylgjast með þeim. Sumar eru alveg komnar að köstun en aðrar kasta þegar líður á sumarið.
Við rákum allt stóðið heim úr fjallinu á fimmtudaginn tókum hryssurnar og nokkur tryppi úr því, síðan slepptum við öllu uppfyrir aftur og bættum öllum tveggja vetra dekurrófunum  saman við.

Nú hefur hún Skuggsýn flutt sig um set og fengið nýtt heimili við vonum að hún standi sig vel og verði okkur til sóma á nýja staðnum.
Mikil hreyfing hefur verið í hesthúsinu undan farið margir að fara heim og jafnóðum koma nýir í staðinn. Mjög mikið af skemmtilegum tryppum og spennandi verkefnum.

Fyrirmyndarhestur dagsins (vikunnar) er hann Fannar ,,minn,, hans Mumma. Prófaði hann í vikunni eftir nokkurt hlé og fannst hann alveg frábær er eiginlega alveg í skýjunum ennþá.
Rosalega flott unnin hjá stráknum.