31.05.2009 23:26

Svartasunna og ýmislegt fleira.



 
Þrír gráir.

Þessi mynd er tekin á reiðsýningu Háskólans á Hólum þegar brautskráning fór fram nú um daginn.
Þarna eru eins og þið sjáið þrír gráir, fremstur á myndinni er Sören Madsen sem á þessum degi raðaði inn verðlaunum. Í hans hlut komu Morgunblaðshnakkurinn, Ástundarhesturinn og LH styttan. Þetta er frábær árangur og óskum við Sören innilega til hamingju með þetta. Sannarlega hestamaður með bjarta framtíð. Þið getið lesið nánar um þessi verðlaun og margt fleira á heimasíðu Félags tamningamanna.
Það er tengill inná síðuna hér á forsíðunni FT.

Mummi datt í lukkupottinn í dag þegar Bráðlát hans kastaði brúnu merfolaldi undan Sparisjóði mínum. Hryssan hefur hlotið nafnið Svartasunna og getið þið nú af hverju?

Veðrið var með ágætum í dag og rákum við flest allt féð af túninu og uppí fjall. Ört fækkar inni og eftir morgundaginn verður hægt að fara að birta tölur þar um. Þetta hefur allt gengið þokkalega en heimalingunum fer þó fjölgandi okkur til ama en litlu gestunum til ánægju.

Við höfum smellt inn svolítið af myndum það er svona sitt lítið af hverju endilega skoðið.