26.05.2009 23:55
Flottir Hólakrakkar og Auðssonur.
Ég var svo stolt af ,,mínum,, krökkum þegar við mættum í útskrift Háskólans á Hólum síðast liðinn föstudag. Sjáið bara hvað þau eru flott ný útskrifuð, Þórdís og Haukur af þriðja ári sem sagt reiðkennarar og Mummi af fyrsta ári sem hestafræðingur og leiðbeinandi.
Það eru vafalaust einhverjir sem spyrja sig hvað ég eigi í þessum krökkum svo því skal fljót svarað hér. Mummi er eftirlætis einkasonurinn, Þórdís uppáhalds tamningakonan og hann Haukur er eiginlega alvöru tengdasonurinn þó svo að enga eigi ég alvöru dótturina. En hún Randi er nú samt næstum því alveg dóttir mín, allavega þykist ég eiga smá í henni.
Til hamingju krakkar þið voruð flott.
Það var mjög gaman að vera viðstödd þessa athöfn á Hólum, það er svo hátíðlegur blær yfir því þegar nemendur skólans eru útskrifaðir. Undanfarin tvö ár hef ég verið boðin sem formaður Félags tamningamanna og haft það hlutverk að klæða ný útskrifaða nemendur reiðkennarabrautar í félagsjakka FT. Táknrænt og skemmtilegt að fá tækifæri til að bjóða þesssa glæsilegu framtíðar reiðkennara velkomna í félagið.
Ég tók svolítið af myndum í ferðinni og mun birta þær við fyrsta tækifæri hér á síðunni.
Annars er búið að vera mikið um að vera hjá okkur undanfarið reyndar eins og alltaf. Og ætla ég að vera dugleg að segja ykkur frá því á næstu dögum.
Læt samt fylgja með eina skemmtifrétt hún Karún mín eignaðist brúnan hest undan Auði frá Lundum á föstudaginn. Ég hef enn ekki fundið nafn við hæfi en er að vinna í málinu.
Silungsveiðin er hafin og byrjaði með stæl, meira um það í næsta bloggi..............
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir