19.05.2009 23:18
Vorið góða.............
Þau eru mörg handtökin í sauðburðinum og frábært að hafa á sínum snærum úrvals harðsnúið lið sem hjálpar okkur ómetanlega. Þessi unga dama vildi t.d létta á þrengslunum í fjárhúsunum og taka eitt lamb með sér í Garðabæinn. Ekki mikið mál þegar maður hefur úrvals íslenskan fjárhund við hendina til að smala.
Síðasta vika hefur verið afar fjörug og nú eru einungis 180 kindur eftir að bera. Við höfum verið að marka og setja út síðustu daga og óðum fækkar kindum og lömbum í húsunum.
Eitt folald er fætt og var það hún Snör sem reið á vaðið þetta vorið og eignaðist jarpan hest sem hlotið hefur nafnið Mói. Faðirinn er hann Sparisjóður minn sem stendur stolltur í stíunni sinni. Verst er að ég held að hann viti svo sem ekkert af hverju hann eigi að vera stolltur, afkvæminu eða sjálfum sér. Nú á næstunni er svo von á folöldum m. a undan Auði frá Lundum, Feikir frá Háholti, Arði frá Brautarholti, Gosa frá Lambastöðum og Adam frá Ásmundarstöðum svo eitthvað sé nefnt.
Salómon er störfum hlaðinn þessa dagana og brjálað að gera í fuglaskoðun. Verst hvað þeir eru fljótir að fljúga og erfitt að skoða þá í nærmynd. En hann er vongóður um að einn góðan veðurdag eða nótt geti hann fundið fallega tegund og jafn vel haft ,,kló,, á einum.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir