23.04.2009 23:04
Gleðilegt sumar.
Það hefur ýmislegt breyst frá árinu 1965 annað en ég. Þarna sjáið þið Hlíðina ekki húsið okkar, ekki fjárhúsin, ekki litlu fjárhúsin, ekki flatgrifjuna, ekki merarhúsið, ekki hesthúsið en þið sjáið gamla húsið, skúrinn við vatnið og Hótel Víking en það er allt farið. Svo sjáið þið fullt af göltum en engar rúllur. Hvað haldið þið að verði breytt eftir önnur 44 ár?
Já 44 ár, húsfreyjan átti afmæli í gær og var ,,eitthvað,, gömul. Það er svo skrítið að með aldrinum hættir maður að muna hvað maður er gamall. Kemur það ekki líka fyrir ykkur? Það er samt ekki það að maður vilji ekki vita það, maður gæti allavega haft það fyrir sig ef að svo væri en það er bara ekki eins áhugavert og það var á árum áður.
Það er gaman að eiga afmæli og fá fullt af góðum kveðjum frá vinum og kunningjum.
Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar.
Ég fór og dæmdi fullt af góðum hestum og knöpum á Miðfossum í dag þar sem Skeifukeppnin var haldin. Í bónus fékk ég svo happadrættisvinning sem var folatollur undir stóðhestinn Stikil frá Skrúð. Spennandi.
Veðrið var yndislegt í morgun sól, log og blíða en þegar að leið á daginn varð það hálf leiðinlegt. Og ég sem hélt að það væri komið sumar.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn megi sumarið verða ykkur ánægjulegt og gott.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir