30.03.2009 22:14

Í sól og sumaryl ég samdi.....




Bylurinn er svo svartur í Hlíðinni núna að ég varð að fá mér sól í sinni og rifja upp góðan og ánægjulegan sumardag. Þarna sjáið þið heilan hóp manna og málleysingja leika sér í vatninu. Núna sjáið þið af hverju ég fer aldrei á sólarströnd, fer bara á fjörurnar eða í vatnið.
Á myndinni eru Mummi svo Hrannar og Ingvi Már í bátnum síðan koma Adda, Halla María og Magnús og að lokum Castró og Skúli. Ég stend uppí Hólmanum ( að sjálfsögðu í bikiníinu) og smelli af mynd rétt áður en ég stakk mér til sunds.
Svona dagar eru ógleymanlegir og gott að ylja sér við góðar minningar.

Hann Breki litli er mættur aftur í nám og tók nú með sér eina fína dömu. Það verður spennandi að sjá hvort að hann hefur einhverju gleymt.

Nokkrar geldar kindur og sauðir tóku sér far með honum Óla norður á Hvammstanga.
Þar mun fénaðurinn sinna nýju hlutverki í okkar þágu.