10.03.2009 22:46

Önnum kafin eins og alltaf.




Bræðurnir sýna á sér betri hliðina og Snotra hefur góða ,,yfirsýn,, í orðsins fyllstu merkingu.


Hvuttarnir stækka og stækka og allir þeir sem hafa hugsað sér að sjá þá sem litla hvolpa verða nú að hafa hraðann á og mæta á svæðið. Snotra er eiginlega meiri mamma heldur en Deila sem er farin að stinga bræðurna af ef færi gefst. 

Eins og þið hafið séð þá hef ég verið löt við að segja ykkur fréttir hér í vefglugganum mínum að undan förnu. Það kemur til af því að afar mikið er búið að vera að gera á öllu vígstöðum.
Farin var frábær ferð norður í land á föstudaginn og laugardaginn frá henni skal ég segja ykkur seinna. Já og öllum flottu hestunum sem voru að keppa á Svínavatninu.

Í gær fór ég á fund í Borgarnesi þar sem þeir félagar Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda kynntu stöðu mála hjá samtökunum. Góður og gagnlegur fundur fullur af  fróðleik og gagnlegum upplýsingum til hestamanna. Léleg mæting sem er hundleiðinlegt þar sem mikið hefur verið lagt í efni fundarins. En þeir sem ekki mættu ja það er þeirra tjón. Ætla svo að mæta á málþing á Hvanneyri á föstudaginn sem ber nafnið ,,Út með ágripin,, frábærir frummælendur og opið öllum.

Er orðin syfjuð og andlaus kem von bráðar hress og kát með fullt af ferskum fréttum.
Já spennandi fréttum................úlla la.