27.02.2009 23:12

Fimleikar og ýmislegt fleira.






Þetta er hann Léttir hann er sonur Randvers frá Nýja-Bæ og hennar Sunnu okkar.

Einn frambjóðandi í viðbót kom hér í dag hann drakk með mér morgunkaffið og spjallaði um daginn og veginn. Gaman að fá allar þessar heimsóknir, en þess ber að geta að ég er ekki haldinn valhvíða þrátt fyrir úrvalið. Er búinn að raða þessum flottu frambjóðendum í sín sæti svona fyrir mig. Fer svo á fund á sunnudaginn og staðfesti þessa uppröðun mína.

Mummi kom heim frá Hólum í gær alltaf jafn gaman að fá hann heim. Hann er í löngu helgarfríi og byrjar ekki aftur í skólanum fyrr en á þriðjudaginn.

Við vorum í ströngum æfingum í dag, sætisæfingum, leiðtogaæfingum, fimleikaæfingum já (bannað að hlæja) og svo mætti áfram telja. Verð sennilega að byrja á teyjuæfingum í fyrramálið ef að ég á að geta hreyft mig eðlilega síðdegis.
Alltaf sama niðurstaðan eftir svona æfingar, rosalega held ég að það sé gaman á Hólum.
Það var svo gaman í hesthúsinu að húsfreyjan fór ekki heim að elda fyrr en rúmlega átta svo að steikti fiskurinn var ekki snæddur fyrr en klukkan var langt gengin í tíu. Bara fínn tími fyrir kvöldverð svona stundum.