26.02.2009 23:00

Sá ekki aðþrengdar vinkonur mínar.




Í dag kom hann Jan vinur okkar frá Slóveníu til landsins hann ætlar að vera hér í nokkrar vikur skoða og prófa hross einnig að rifja upp hvernig var að vera í atinu með okkur.
Það er svo gaman þegar þessir frábæru krakkar ,,okkar,, koma í heimsókn.

Ég var á miklum þeytingi í dag gleymdi lyklum, týndi síma, mætti of snemma, kom of seint og ýmislegt fleira sem er ekki prennthæft. En svona eru bara sumir dagar allavega hjá mér. Verst af öllu var samt að gleyma ,,bestu,, vinkonum mínum aðþrengdum eiginkonum. En það er svo sem allt í lagi ég horfi bara á kellurnar í kringum mig og lít í eigin barm fram að næsta þætti. 
Ég hef alltaf nóg að gera sama hvort það er venjulegur dagur eða óvenjulegur dagur. En það versta er dagurinn er alltaf búinn löngu áður en ég er búin að því sem ég ætlaði að gera. Þannig var það í dag.

Þorri og Ófeigur fengu góða heimsókn í kvöld, önnum kafinn frambjóðandi úr Reykjavík gaf sér tíma til að renna með börnin í sveitaferð. Hvolparnir voru aðalnúmerin og mjög ánægðir með alla athygglina. Ég lofa frumsýningu á hvuttunum hér á síðunni um helgina því Mummi og myndavélin eru komin heim frá Hólum.