25.02.2009 23:11
Fambjóðendur - kjósendur
Dagurinn var bara góður eins og flestir aðrir, reyndar leiðinda veður fyrripartinn en skánaði svo undir kvöldið. Mikið riðið ,,út,, inni járnað og ýmislegt fleira gert sem passaði í svona veðri.
Fyrirmyndarhestur dagsins var hún Jara Kjarnadóttir þrælefnileg hryssa.
Þetta var líka dagurinn sem að frambjóðendur komu í heimsókn gott að hafa ekki langt á milli svo að maður hafi samanburðinn. Annar kom og spjallaði yfir ,,sprengidagsbaunasúpunni,, sem borðuð var í dag sökum anna húsfreyjunnar í gær og hinn kom í kvöldkaffi. Ég raðaði þeim í fyrsta og annað sæti ekki amalegt dagsverk það. Kannske koma 3 og 4 sætið á morgun hver veit?
Nýr hestur kom líka í hesthúsið í dag eftir langt ferðalag og meira að segja siglingu.
Það verður spennandi að sjá hvernig hann verður.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir