22.02.2009 20:29
Salómon notar Porche og konubolludagurinn.
Salómon hefur einfaldan og látlausan smekk því velur hann Porche til að gá til veðurs.
Í dag byrjar Góan sumir kalla það konudaginn en hjá mér eru allir dagar konudagar svo þetta var bara venjulegur dagur. Góður Góudagur.
Í gær fór ég inní Búðardal að dæma vetrarmót hjá þeim Glaðsmönnum, gott mót og margir góðir hestar. Skemmtilegt þegar að vetrarmótin eru ekki bara töltmót heldur líka keppt í fjórgangi, um að gera að nýta ferðin þegar að fólk þarf að koma langt að eins og er hjá mörgum hestamannafélögunum á landsbyggðinni. Leit við hjá góðum vinum og skoðaði í nokkur hesthús. Alltaf gaman að koma í Dalina.
Einn höfðingi fór úr hesthúsinu í dag og um leið kom ný dama sem er nú öllu fyrirferðameiri en mjög spennandi. Hestar með stórbrotinn persónuleika eru alltaf heillandi.
Tveir vaskir Skagfirðingar komu í heimsókn til okkar í gær, gistu í nótt og tóku út bændur og búalið í dag. Við sýndum þeim nokkur vel valin spor á völdum gripum áður en þeir smelltu sér norður aftur.
Takk fyrir komuna drengir.
Við vorum boðin í ,,bollukaffi,, uppí ,,efra,, um miðjan daginn, ljómandi fínt að taka svona forskot á sæluna. Ég var að rifja upp skemmtilegar minningar frá því ég var ung (yngri en í dag

Takk fyrir allar heimsóknirnar í vefgluggann okkar og munið endilega eftir að skrifa í gestabókina.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir