17.02.2009 21:31

Rok og rigning - keppni og pappír.





Það er matartími.......

Það var rok og rigning í dag ég var inni að róta í pappírum og vinna bókhald.
Hlustaði á útvarpið með öðru eyranu, mikið rosalega eru fréttirnar annars þreytandi og ég sem er algjör fréttafíkill. Eftir að hafa hlustað á fréttirnar á klukkutíma fresti frá því í morgun er ég orðin viss um að það gerist ekkert jákvætt í veröldinni lengur. Kannkse er það staðreynd, en er alveg nauðsynlegt að segja okkur það svona oft?
Jú, jú að sjálfsögðu gerist fullt af  jákvæðum hlutum það eru bara ekki til fréttamenn sem þora að segja okkur það. Þannig að við verðum bara að passa okkur á því að muna eftir hvað margt er gott í veröldinni. Rok og rigning  er ágætis blanda allavega þegar maður er inni í bókhaldi. Og þetta var bara ljómandi dagur.

Á laugardaginn skruppum við upp að Miðfossum þar sem haldið var vetrarmót Faxa, heilmargar skráningar og fullt af fólki. Keppnin var færð inní reiðhöllina því ísinn var ekki talinn góður. Skúli keppti á honum Gosa og gekk þeim félögum bara nokkuð vel komust í úrslit og höfnuðu síðan í 4 sæti.
Sunnudagurinn bauð uppá vorblíðu en fína útreiðafærið sem verið hefur undanfarið er farið.
Skjöldur vinur okkar er farinn heim þar mun hann melta námsefni liðins mánaðar. Ég sakna hans úr hesthúsinu skemmtilegur persónuleiki sem á örugglega bjarta framtíð sem fyrirmyndar reiðhestur.

Hér á síðunni hef ég verið með könnun í gangi þar sem ég var að kanna hvað fólk teldi mikilvægasta eiginleika reiðhestsins. Í ljós kom að tölt, vilji og geðslag eru þeir eiginleikar sem að flestir telja eftirsóknarverða. Þetta kemur ekki mikið á óvart og staðfestir að flestir vilja geðgóðan og viljugan töltara sem reiðhest.