13.02.2009 23:05
Hóladrengir Mummi og Vinningur.
Hér sjáið þið Mumma og hann Vinning minn Gautason hann fór ,,brokkandi,, norður að Hólum eftir áramótin en er bara farinn að stíga vel í spari ganginn. Mér sýnist fara vel á með þeim félögunum í það mynnsta á þessari mynd.
Annars er allt gott úr Hlíðinni færið og veðrið undan farna daga hefur verið gott og þá sérstaklega í gær. Vildi sko fá fullt af svoleiðis dögum.
Fyrirmyndarhestur gærdagsins var Freyja Hlynsdóttir, hún var síðasti hestur dagsins hjá mér og toppaði alla sem ég hafði farið á fyrr um daginn. Hennar tími var í gær.
Í fyrra dag fórum við uppí stóð og sóttum þrjú hross Skilding sem er að fara í skóla með einum vini okkar, svo Snerpu og Vörð sem eru komin í biðsalinn og koma inní hesthús fljóttlega.
Í dag fengum við góða gesti úr Gnúpverjahreppi með þeim fórum við í smá bíltúr um sveitina og skoðuðum búskapinn á nokkrum bæjum. Alltaf gaman að skoða búskapinn hjá góðum sveitungum.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir