30.01.2009 21:44

Var betra veður á Hólum en í Hnappadalnum???





Mummi setti inn nýtt albúm þar eru nokkrar myndir frá Hólum.
Þessi mynd sýnir veðurblíðuna sem var á Hólum í dag þarna eru Vinningur, Þríhella og Dregill að trimma rekstrarhringinn. Mummi og gollinn á eftir. Hvernig er það fara þeir ekkert á bak á Hólum?

Veðrið var líka frábært í Hlíðinni í dag og færið hreinn unaður. Eina vandamálið svolítið kaldar tær.
Hrossin kunnu vel að meta þetta eins og við voru kát, léttstíg og ekki laust við að það væri leikur í þeim sumum. Útigangurinn naut sín líka vel í dag rölti um og lék sér jafnvel gömlu höfðingjarnir voru að tuskast við tryppin á milli þess sem þeir fengu sér blund í heyinu.
Skuggsýn Stælsdóttir var fyrirmyndarhestur dagsins kunni vel að meta flott færi ís og snjó.

Litlu hvuttarnir stækka og stækka. Ófeigur orðinn 830 gr og bróðir hans 780 gr. Deila leyfði sér þann munað að fara uppí fjárhús í kvöld og skilja hvuttana sofandi eftir heima. Þeir urðu ekki sérlega kátir þegar þeir vöknuðu og mjólkurbúið var ekki á staðnum og létu óánægju sína í ljós með miklum hljóðum. Salómon sannfærðist enn betur um að þeir séu ekki bara ljótir heldur líka leiðinlegir að hans mati. En samt verður hann alltaf að skoða þá reglulega.

Í gær fórum við í heimsókn í Skáney vorum að heilsa uppá Randi áður en hún fer út til Noregs og Finnlands að kenna og sjá hvernig hún hefði það eftir afmælið. Hún og Skúli urðu jú áttræð um daginn.emoticon  Frábært hvað hún er orðinn vinsæll reiðkennari þarna út, enda ekki við öðru að búast. Stendur sig alltaf með prýði stelpan.