28.01.2009 21:00
Góður dagur.
Þetta er Snotra Kubbsdóttir upplýsingafulltrúi Deilu þarna er hún að ritskoða fréttirnar og passa að Októvía leki ekki mikilvægum upplýsingu.
Annars er allt gott að frétta af Deilu og litlu hvuttunum í dag,ég held að þeir hafi stækkað um helming síðan á sunnudaginn. Enda er dagsverk þeirra að sofa og drekka.
Ég var eins og alvöru ljósa og vigtaði hvuttana. Ófeigur var 710 gr en hin töffarinn 600 gr.
Dagurinn í dag var góður gott veður og frábært reiðfæri, enn bætist við í hesthúsið nú kom myndarleg Kjarnadóttir í tamningu. Spennandi að sjá hvernig hún verður.
Annars var allt hreyft í hesthúsinu nema draumaprinsinn Sparisjóður sem er aðallega að einbeita sér að því að verða eldri og komast á tamninga aldur.
Fyrirmyndarhestur dagsins er Gosi Hlynsson, hann og Skúli komu skælbrosandi úr síðasta reiðtúr dagsins.
Veður og færi eins og var í dag mætti nú alveg vera í nokkra daga jafnvel vikur, það mundi kæta bæði okkur og útiganginn.
Fékk skýrslu frá Mumma í dag varðandi hestana okkar sem hann er með í þjálfun á Hólum.
Gengur bara nokkuð vel þó eru þau afar mismunandi verkefni, en allavega bað hann mig ekki að sækja neitt.
Mummi stendur í ströngu í kvöld því hann er að dæma úrtökuna fyrir KS deildina á Sauðarkróki. Vonandi stendur hann sig strákurinn.
Þarf við tækifæri að segja ykkur hvernig staðan er á fylfullum hryssum hjá okkur, við hvað hestum þær eru fylfullar og o.s.f.v
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir