22.01.2009 21:56

Fimmtudagur 22 janúar.





Ég þakka fyrir allar góðu kveðjurnar og símtölin í gær, gott að eiga stuðning þegar aldurinn færist yfir. emoticon Kveðja Skúli

Annars var hundleiðinlegt rok hér í Hlíðinni í dag og eins gott að hafa inni aðstöðu til að geta farið á bak með góðu móti. Hefðum sennilega fokið af baki ef við hefðum farið út.
Veðurhljóðin glumdu svo á hlöðunni að sumum hrossunum var ekki vel við og voru mjög kvik og stressuð. En allt gekk vel og fyrirmyndarhestur dagsins er Urð Oríonsdóttir.
Vonum að eitthvað betra veður verði í boði um helgina.