24.03.2023 16:03

Dagurinn hennar mömmu.

 

 

Þann 25 febrúar síðast liðinn hefði hún mamma Svandís Hallsdóttir orðið 80 ára.

Af því tilefni komum við saman og fögnuðum í hennar anda með veglegum veitingum, gleði og huggulegheitum.

Mamma vissi fátt betra en að fá fjölskylduna í mat eða kaffi, dekra og spjalla.

Helst að bjóða uppá nóg af heimagerðum veitingum og spjalla um daginn og veginn.

Þegar hugurinn leitar til ársins 2016 þegar hún kvaddi er það eins og gerst hafi í gær.

Þó eru árin orðin sjö og enn bíður undirmeðvitundin eftir símtalinu sem var partur af hverjum degi.

Söknuðurinn breytist að hluta í þakklæti fyrir allt það sem hún var en hverfur svo sannarlega ekki. 

Eftir að ég varð amma sjálf koma oft uppí hugann hennar aðferðir og lífsviðhorf gagnvart börnum.

Mín besta fyrirmynd í þeim efnum og vonandi get ég gert eitthvað rétt og í hennar anda.

Gott er að ylja sér við góðar minningar og senda hlýja strauma yfir í sumarlandið.
Til hamingju með 80 ára afmælið elsku mamma mín.

Þakklæti, virðing og gleði er málið nú sem fyrr.

 

 

Myndatökur eru nauðsynlegar til að eiga góðar minningar og heimildir.

En það er eins og með margt, fólki finnst þær mis skemmtilegar.

Meðfylgjandi mynd segir allt sem segja þarf eða kannski er Kolbeinn að drífa sig í næstu myndatöku ?

 

 

Og börnin þau stækka og þá verður grettukeppni málið í fjölskyldumyndatökum.

 

 

Þessar flottu mæðgur voru samt til í að splæsa í smá myndabros.

 

 

Stundum hefur nú náðst betri myndir af Svandísarbörnum en þessi er samt bara ágæt.

 

 

Þessi flotta borgardama fékk sérþjónustu hjá frænda sínum sem keyrði hana út um allt.

Já ,,frúin hlær í betri bíl" ....................................

 

 

Eftir góðan tíma í reiðhöllinni er gott að setjast og taka smá spjall um daginn og veginn.

 

 

Ís hefur löngum verið vel þeginn í fjölskylduboðum.

Ég er alveg viss um að mamma hefði haft ísskammtinn ríflegan fyrir þetta boð.

 

 

Ragnar og Leikur ræða málin enda langt síðan þeir hafa hisst.

 

 

Kindahvíslarar eru vinsælir í fjárhúsunum hér er einn að störfum.

 

 

Þessir frændur voru kátir að hittast, hér er staðan metin.

 

 

Það er gaman að hitta búfénað og njóta sveitalífins.

Litli bóndinn lék lausum hala og leiddi skyldfólkið í allan sannleikann um búfjárhald.

Dásamleg helgi að baki þar sem allir nutu lífsins í sveitinni hennar mömmu.