01.01.2023 17:47

Komdu fagnandi 2023.

 

 

 

Kæru vinir.

Við óskum ykkur gleði, friðar og farsældar á nýju ári. Megi gæfa og góð heilsa fylgja ykkur öllum.

Árið var viðburðaríkt, lífið tók stundum ófyrirséðar stefnur en það er nú einmitt það sem gefur því lit.

Uppúr stendur fjölgun í fjölskyldunni þegar lítil dama fæddist rétt fyrir jólin. Stóri bróðir stendur sig vel og er orðinn aðstoðarmaður númer 1 við bústörfin.

Við erum svo þakklát fyrir allt okkar góða fólk.

Ættingjar, gamlir vinir, nýjir vinir þið eruð æði.

Njótum lífsins, gerum eitthvað skemmtilegt og verum góð hvert við annað.

Þar sem að lítill tími hefur gefist til að skrifa pistla og fréttir hér inná síðuna að undaförnu ætla ég að láta fylgja með nokkara mola í máli og myndum á næstunni.

Tímaröðin verður ekki rétt þar sem ég ætla bara að velja af handa hófi það efni sem hér birtist.

 

 

Við fórum ekki til Tene en nutum samt lífsins af lífi og sál þá sérstaklega hér heima í Hlíðinni.

Ég hef kosið að muna mest eftir því hvað blíðviðrisdagarnir voru góðir og fallegir.

Við fengum t.d dásamlegt veður í hestaferð, leitir og réttir svo að eitthvað sé nefnt.

Heyskaparveður var hinsvegar nokkuð blóðþrístingstengt þ.e.a.s óvissustigið var alls ráðandi.

Já og ég lærði allan textann við lagið ,,Veðurfræðingar ljúga,, í sumar. Skrítin tilviljun.

 

 

Á meðan maður bíður eftir því að mega keyra traktor verður bara að merkja rúllur.

Það er þetta með að bíða eftir því að verða nógu gamall.

 

 

Fallegu dagarnir þeir voru alveg í boði svona inná milli.

 

 

Þeir voru jafnvel til sem töldu hitan í sumar vera full mikinn.

 

 

En eitt er víst góð stígvél voru þarfa þing síðast liðið sumar.

 

Þangað til næst góðar stundir.