01.02.2022 13:51

Námskeið með Susanne Braun og Mumma.

 

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun

18-20 febrúar 2022 í Hallkelsstaðahlíð

Kennarar:

Guðmundur M. Skúlason (Mummi) Reiðkennari frá Hólaskóla.

Dr Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Markmið:

-Uppbygging þjálfunar í upphafi vetrar.

-Einstaklings miðað mat á markmiðum fyrir hest og knapa.

-Auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

- Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu.

-Sýnt verður hvernig hægt er að greina skekkju eða læsingu í hestunum.

-Hvernig og hvar hnakkurinn á að liggja á hestbaki og hvaða upplýsinga við getum fengið út frá vöðvafyllingu á hestinum.

Uppbygging námskeiðs.

Föstudagskvöld:

30 min reiðtími með Mumma og Susanne þar sem nemandi og kennarar meta verkefni sem unnið verður í yfir helgina.

Laugardagur.

08:00-17:00

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Susanne þar sem farið verður yfir þjálfunarplanið. Heilbrigðisskoðun, æfingar og jafnvel meðhöndlun ef þurfa þykir.

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Mumma.

Um kvöldið kl 20:00 verður opin fyrirlestur með Dr Susanne Braun, fagdýralækni hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Á milli hests og knapa - hvaða skilaboð leynast í útliti og líkamsbeitingu hestsins?

Susanne hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaraðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum.

Susanne segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjaliðum.

Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svarar spurningum, til dæmis:

-Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?

-Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?

-Hvað orsakar læsingar?

-Hvaða einkenni sýnir hestinn sem er með læsta liði?

Verð fyrir fyrirlesturinn er kr 1.500.- en er innifalinn fyrir þátttakendur á námskeiðinu.

Sunnudagur

09:00-17:00

1x 45 mín reiðtími með Mumma.

Susanne verður með kynningu og fræðslu um hnakka fyrir nemendur.

Oft er erfitt fyrir knapann að átta sig á hvar hnakkurinn á að vera staðsettur.

-Passar hnakkurinn fyrir hestinn ?

-Skiptir yfirlína og bygging hestsins miklu máli ?

-Skaðast hesturinn ef að hnakkurinn liggur ekki á réttum stað ?

Verð fyrir námskeiðið með öllu er kr. 70.000-

Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Mumma

Sími: 7702025

e-mail: [email protected]