24.02.2015 09:14
|
Það er ekki skrítið að enda bara í hundunum þegar veðráttan er eins og hún er.
Húsfreyjan smellti sér á hvolpahitting með sparidýrið sitt hana Möru frá Eysteinseyri.
Þessi mynd er tekin í lok hittingsins og sýnir flesta þátttakendur.
F.v Þórður á Lágafelli, Edda og Sverrir, Giljahlíð, frúin sjálf, Sigfús Helgi á Skiphyl, Sigurður Vatnsfrændi, Einar í Túni, Dagbjartur á Hrísum, Snæbjörn frá Hoftúnum, Þóra í Ystu-Görðum og Valgeir Grundfirðingur.
Sem sagt snildarhópur.
Á myndina vantar kennarana en a.m.k annar þeirra var upptekin við að taka þessa mynd.
Þeir voru Svanur Guðmundsson í Dalsmynni og Gísli Þórðarson í Mýrdal.
|
Þarna eru þeir Valgeir og Gísli í nettum dansi við fénaðinn.
|
Dalsmynnisbóndinn snaraði fram yndæliskjötsúpu og þegar þátttakendur höfðu etið sig metta var að sjálfsögðu sest niður og spjallað.
Edda, Gísli, Sigfús Helgi og Þóra ræða heimsmálin.
|
Glaðhlakkalegur þarna hann Svanur með honum á myndinni eru Snæbjörn, Valgeir, Þórður, Sigurður og Dagbjartur.
|
Þessi voru hress að vanda Þóra Ystu-Garðafrú og Dagbjartur Hrísabóndi.
Þessi dagur heppnaðist vel og svona hittingur er nauðsynlegur til að halda mannskapnum við efnið. Það á svo eftir að koma í ljós þegar við hittumst næst hversu dugmiklir nemendurnir hafa verið.
Aðstaðan í Söðulsholti var frábær eins og alltaf og vonandi höfum við hundaeigendur staðið undir væntingum með góða umgengni. Leiðbeinendurnir stóðu sig vel að mínum mati og gaman að fylgjast með þeirra vinnubrögðum.
Á heimleiðinni bar ég þá saman við þá reiðkennara sem ég hef farið á námskeið hjá..........í öðrum fræðum. Það var gaman.
En þetta er allt sama tóbakið........ hrossatamningar, hundatamningar og barnauppeldi.
Takk fyrir skemmtilegan dag.
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
10.02.2015 21:18
|
Að sjálfsögðu var tilnefndur Kolhreppingur ársins og að þessu sinni var það Björgvin Ölversson, Ystu-Garðadrengur sem hreppti hnossið.
Þráinn í Haukatungu og Jóhannes á Jörfa veittu honum viðurkenninguna.
|
Þarna kemur svo ein mynd af nefndinni góðu sem sá um að trylla lýðinn á blótinu,
auk þess er nýkrýndur Kolhreppingur ársins með á myndinni.
Takk fyrir frábæra skemmtun.
|
................og enn er sungið.
Dansað.................
|
..............og dansað..........
|
...............og dansað með stæl.
|
Það var líka skálað á blótinu...........og að sjálfsögðu í ,,Ella fanti,,
Já það var gaman hjá okkur Randi þarna.
|
Já líka gaman hjá þessum, Hulda og Mummi alveg í stuði.
|
Kolviðarnessystur þær Sesselja og Jónasína með sínu fólki.
|
Heimsmálin rædd af innlifun, Ásberg í Hraunholtum og Björgvin í Ystu-Görðum ræða málin.
|
Við Svanur hundatemjari í Dalsmynni tókum snúning og fórum bara alveg í hundana..............
|
...................svona af myndunum að dæma hefur sennilega annað okkar talað meira en hitt...........
En myndir segja nú ekki allt........... nú er bara að vita hvort eðalhundur húsfreyjunnar verður nothæfur.
|
Caroline skemmti sér bara nokkuð vel eins og sjá má af þessari mynd.
Það er samt ljóst að súrir hrútspungar og hákarl er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá dömunni.
|
Og komnir á trúnó einu sinni enn................... Gestur Káldárbakkabóndi og Skúli bílstjóri. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
08.02.2015 16:19
|
Árlegt þorrablót UMF Eldborgar var haldið í Lindartungu s.l föstudag með glæsibrag að vanda.
Húsið var troðfullt og mikil stemming enda allt í besta lagi, frábær matur, skemmtiatriði og félagsskapur.
Ætli sé ekki best að láta bara myndirnar tala sínu máli........
Þessir voru svo fljótir að fara í sín sæti að það gleymdist að fara úr yfirhöfnunum.
Hrannar og Mummi bara gátu ekki beðið lengur......
Þessi voru hress að vanda og mætt í hornið sitt, Dúddý og Gau komin í stuð.
Þar sem að Sigfríð og Jón voru ekki mætt í fjörið var tekinn upp ,,fulltrúi,, þeirra sem að sjálfögðu var ættaður frá Nóa Síríusi vini okkar.
Haukur Skáneyjarbóndi kannaði gæði innihaldsins.
Jónatan á Kaldárbakka kominn í sitt sæti og Gunnar lítur eftir að allt fari vel fram.
Þegar þessir voru í Laugargerðisskóla voru þeir oft nefndir Tímon og Púmba.
Þeir voru einmitt svolítið svona Tímon og Púmba á blótinu, frekar gaman hjá þeim.
|
Svo var brostið í söng...........Magnús og Sigfús Helgi tóku á því í söngnum.
|
...............þessir voru líka liðtækir í söngunum.
|
Nágrannar okkar úr Eyja og Mikl voru að sjálfsögðu mættir.
|
Þeir eru ráðsettir þarna Þverárbræður, Haunsmúlabóndinn og fleiri.
|
Sennilega hefur ljósmyndarinn verið hræðilegur..........eða hvað ?
Þóra og Björg voru samt í hörku stuði alllllla nóttina.
|
Bara slakir á ,,barnum,, kallarnir og komnir í kúabúskapinn.
Skúli, Haukur og Mummi með rólegaramóti ákkúrat þarna.
|
Mig grunar að Emmubergshjúunum hafi ekkert leiðst á þessu blóti.
Bjöggi og Sigga svo krúttleg saman.
|
Kristján Stóra-Hraunsbóndi og Albert á Heggsstöðum krifja málin.
Albert óvenju þungur á brúnina en það lagaðist þegar á leið.
Þetta er bara byrjunin á fullt af myndum sem ég mun smella hér inn á næstunni.
En þið sem að stóðuð fyrir þessu þorrablóti, kærar þakkir fyrir frábæra skemmtun.
Er strax farin að hlakka til þess næsta........
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
04.02.2015 20:55
|
Þetta er Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Arður frá Brautarholti og móðir Trilla frá Hallkelsstaðahlíð.
Myndin er tekin í mesta frosti vetrarins til þessa -11 gráðum.
Já myndatökudömunum var fórnað í frostinu.
|
Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Gosi frá Lambastöðum, móðir Upplyfting frá Hallkelsstaðahlíð.
|
Óðinn frá Lambastöðum, faðir Sólon frá Skáney og móðir Fenja frá Árbakka.
|
Og síðast en ekki síst er hér mynd af Fleytu frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Stígandi frá Stóra-Hofi og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.
Þessi mynd er tekin í kuldanum umræddan dag en þá var Mummi að fara á henni úti í þriðja sinn.
Fleyta litla sem er bara á fjórða vetri var sannarlega hestur dagsins, hún er bara spennandi.
Þegar hér var komið við sögu höfðu myndasmiðirnir gefist upp og horfið á braut.
En ég mun á næstunni halda áfram að kynna fyrir ykkur nokkur af þeim hrossum sem eru hér í tamningu og þjálfun.
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir