Færslur: 2010 Janúar

31.01.2010 16:00

Farin í hundana..................



Heimurinn stækkar hratt þessa dagana og þá sérstaklega hjá þeim bræðrum Ófeigi og Þorra sem nýlega hafa fagnað 1 árs afmæli. Það sem sagt gerðist ,,allt,, í gær..............þeir fóru að feta menntaveginn sem reyndar hófst með skelfilegum bíltúr og síðan hverju undrinu á fætur öðru. Já það er undur að vera hundur og hreint enginn leikur eins og margir eflaust halda.
Það er sko betra að fylgjast með og halda einbeitingu ef að markmiðin eru háleit.
Ferðinni var heitið á ,,hvolpahitting,, sem haldinn var í Söðulsholti þar bauð Svanur Dalsmynnisbóndi uppá fræðslu sem henntaði fyrir hvolpa og hvolpaeignedur.
Hvolparnir voru á mismunandi aldri og áhuginn fyrir kindum var ansi misjafn, ég er ekki frá því að sá eða sú yngsta hafi sýnt mestan áhuga.
Eins og þið vitið eru þeir bræður Ófeigur og Þorri aldir upp með tamningamönnum og hestafólki sem getur nú stundum komið sér vel. En stundum lærir ungviði fyrst það sem ekki er ætlast til. Þeir til dæmis höfðu miklu meiri áhuga á hvað væri að gerast í áhorfendastúkunni og sáu enga skemmtun eða tilgang í því að smala nokkrum stríðöldum utansveitarkindum. Þeir hafa jú aðgang að 700 stykkjum heima en ekki svona flottum áhorfendum eða reiðhöll....................vá hvað það var spennandi.



Þrátt fyrir mismikinn smalaáhuga nú um stundir hafa þessir þrír kappar skýr markmið í framtíðinni................að gera eftirleitir allt að því óþarfar í Hnappadalnum..........nema þá svona til gamans.
Þarna eru þeir Ófeigur, Þorri og Moli Tálknfirðingur sem nú er upprennandi smalahundur í Hraunholtum. Þeir ætla sér að taka það.............................sko féð.



Hann er hugsi yfir þessum nemendum hundatemjarinn er sennilega að vellta fyrir sér hvernig í ósköpunum eigi að vera hægt að kenna þessum hrossatamningamönnum.



Þessar ungu dömur voru mættar frá Hrísdal og áttu það sameiginlegt að vera yngstar.



Þarna er hún Ásdís að æfa sig og sína.

Það var gaman að koma svona saman og sannarlega nauðsynlegt að gera meira af því til að hundar og menn haldi sig við efnið og verði klári í leitirnar næsta haust.
Bíð spennt eftir næsta skrefi.....................

27.01.2010 22:27

Blíða............

Það verður stuttur fréttapistill sem ég smelli hér inn í kvöld kellan er alveg búin á því eftir þennan góða dag. Blíðan var yndisleg hér í dag hvort sem maður vildi njóta útsýnisins eða ríða út og temja já eða gera hvað sem er. Fyrstu sprettir voru teknir í birtingu og þeir síðustu í tunglsljósinu ekki leiðinlegt. Væri nú gaman að hafa svona birtu og veður eitthvað áfram. Svo verða hrossin svo góð þegar veðrið og færið er svona flott.

Fyrirmyndarhestur dagsins Von frá Reykjavíkemoticon

Hér á bæ voru tveir kappar sem fögnuðu eins árs afmæli í gær fengu reyndar ekki veislu enda má það alveg bíða betri tíma. Þetta voru að sjálfsögðu þeir Ófeigur og Þorri.
Annars bíða þeir spenntir eftir niðurstöðum frá ,,sérstökum menntaráðgjafa,, sem kemur til með að úrskurða um það hvort að þeir eigi að sækja sér fróðleik og félagsskap í aðra sveit á laugardaginn. Það er alltaf spurning um hvort að hundar treysti sér til að verða sér og sínum til sóma á almannafæri eða hvort ómótaðar sálir lendi á glapstigum þegar út fyrir landareignina er komið. Verður kannske bara að koma í ljós.

Það voru góðar fréttir úr því efra í dag þegar Ragnar kom heim eftir að hafa farið í aðgerð norður á Akureyri. Hann er búinn að henda hækjunum og ég held svei mér þá að hann hafi bara yngst heilan helling við það. Gaman að sjá hvað hægt er að gera fyrir fólk.........þegar það kemst að á sjúkrahúsunum.

26.01.2010 22:17

Brjálaður dani og margt fleira skemmtilegt



Þarna er hún Astrid að horfa á handboltaleik Noregur - Danmörk.................. það er að sjá að hann hafi verið spennandi.....................................hún er sko dani á tillidögum en íslendingur alla hina dagana.



.............................. og þá kom mark frá Noregi.......................úff..................



...............þarna er hún hætt að tolla í sófanum..................sennilega er Noregur að vinna?????



Jeeeeeeeeeeeeee.....................danskt mark.................... Danmörk að sigra.................



Hjúkkkkkkk  þeir unnu veiiiiiiiiiiii.........................

Bara góður handboltadagur í dag fyrst unnum við svo unnu danir.

En dagurinn bauð ekki bara uppá handbolta ónei, fyrir hádegi mætti galvaskur blaðamaður í heimsókn og tók út og myndaði menn, málleysingja og málefni.
Þetta voru ekki fréttamenn frá BBC eins og mættu hingað í sumar og heldur ekki frá þorrablótsnefndinni þannig að þið verðið bara að finna út hvaða góði miðill þetta var.

Síðan í beinu framhaldi hófst mikið hestastúss þegar við sóttum hryssurnar sem að ganga úti í stóðinu og komum þeim heim. Edda dýralækinir mætti svo á staðinn og sónaði hryssurnar og staðfesti þannig hverjar væru með fyli. Útkoman var ótrúlega góð og einungis ein hryssa sem að ekki var fylfull, mjög mörg ár eru síðan útkoman hefur verið svona.
Þannig að núna liggur það fyrir á hverju við eigum von í folaldsfæðingum næsta sumar ef að Guð lofar.

Karún - Sporður frá Bergi.
Sunna - Sporður frá Bergi.
Kolskör - Aldur frá Brautarholti.
Þríhella - Aldur frá Brautarholti.
Létt - Glymur frá Innri-Skeljabrekku.
Skúta - Glymur frá Innri-Skeljabrekku.
Andrá - Þristur frá Feti.
Rák - Piltur frá Sperðli.
Snör - Rammi frá Búlandi.
Skeifa - Gosi frá Lambastöðum.
Upplyfting - Gosi frá Lambastöðum.
Dimma - Gosi frá Lambastöðum.
Bráðlát - Stikill frá Skrúð.
Tryggð - Hlynur frá Lambastöðum.
Spóla - Hlynur frá Lambastöðum.
Tign - Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð.

Alltaf gott þegar þetta er frá og komið á hreint, hefði samt þurft að vera í Reykjavík í dag til að funda með góður fólki um spennandi málefni. En svona er þetta ekki hægt að vera alsstaðar.

26.01.2010 00:47

Mánudagur



Sumarið er tíminn..................þarna er hún Ansu að vinna í hringgerðinu og Deila passar að allt fari vel fram. Ansu við söknum þín.

Helgin var skemmtileg og bauð uppá mikla fjölbreyttni í störfum hjá mér allt frá bakstri og húsmóðursleik til tamninga og handboltagláps. Nokkrir gestir ráku inn nefið,hestar komu í tamningu og Bikar flutti til nýrra heimkynna.

Á laugardaginn var handboltaleikur Ísland - Danmörk.....Astrid hver vann leikinn aftur????

Já handbolti .....hvar endar þetta ? Ég lagið mig fram í dag að halda ró minni og haga mér eins og virðulegri húsfreyju sæmir en það bara tókst ekki. Blóðþrýstingurinn var kominn á fulla ferð og stríðsástand í sófanum. Ég verð alveg pollróleg í næstu leikjum ég hef nefninlega komist að því að Íslendingar verða Evrópumeistarar.

Í kvöld fór ég á sveitastjórnarfund í Eyja og Miklaholtshreppi sem haldinn var á Breiðabliki.
Ég verð að játa að mér fannst gaman að mæta á sveitastjórnarfund í ,,öðru,, sveitafélagi.
Spurning um að fara bara að breyta og bæta hreppamörkin hér í dalnum? Það er örugglega einhver vatnsföll sem hægt er að miða við og finna út góðar línur. Ég er nokkuð viss um að þeir mundu ekkert taka eftir því þessar elskur þarna í höfuðstöðvunum hjá okkar sveitafélagi. Þeim er ekki svo tamt að hugsa hér vestur hvort eð er.

Og ekki má gleyma fyrirmyndarhesti dagsins sem var hann Vörður ekki spurning.

22.01.2010 22:29

Bónda hvað????



Ég þurfti að skreppa aðeins af bæ í dag og á leiðinni heim var dimm snjókoma svo ég smelli bara inn góðri sumarmynd svona í tilefni dagsins.
Já það var skrítið veðrið rigning, sól, logn, vindur, snjór og meira að segja hundslappadrífa á köflum.
Myrkur og snjókoma er ekki góð blanda fyrir náttblinda svo að ég bara dólaði í rólegheitunum og rabbaði við skemmtilegan viðmælanda í leiðinni.
Össsss........... var með handfrjálsan svo ég gat alveg keyrt og fékk ekki sekt.

Það er gaman að vera bóndi á bóndadaginn............já ekki bara fyrir ykkur strákar, líka fyrir mig og hina kvennbændurna. Ég fór samt ekki berleggjuð út að hlaupa kringum húsið í annari buxnaskálminni eins og lög gera víst ráð fyrir á þessum degi.
Á meðan vangavellturnar um hvort að það væri ekki fastur liður þennan dag og sjálfsagt að allir bændur gerðu það missti ég eiginlega alveg heyrnina. Hún kom ekki aftur fyrr en ég var orðin viss um að einungis ætti eftir að ræða gæði og fríðindi þessa dags. Þá var ég orðin með á nótunum.
Mér hefur oft fundist að jafnrétti kynjanna snérist um eitthvað sem væri svo sem enginn gróði af fyrir hvorugt kynið svona í heildina. Meira eitthvað svona innan tómt fagurgal en ekki tekið á því sem máli skiptir eins og launamun og þess háttar.
Almennt er jafnrétti þannig að kallarnir eiga að gera það sem konurnar geta ekki og konurnar það sem kallarnir nenna ekki.
Já eða öfugt.............mér finnst það t.d jafnrétti að einhver skipti um dekk fyrir mig og ég bara baki köku í staðinn.
Ég er orðin það ,,þroskuð,, að ég tilheyri ekki eldhúsfælnu dömunum sem fölna og forða sér ef að eldhús ber á góma.
Er ekki mikið skynsamlegra að leggja áherslu á það sem maður er góður í ?
Er ekki öll sérhæfing inn í dag eða var það bara 2007 ?

Ég er mjög ánægð með að eiga góðan konudag og fá svo bóndadaginn í bónus, annars eru allir dagar hjá mér bændadagar.
Er það annars ekki dæmigert jafnrétti hjá mér sem konu að eigna mér báða þessa góðu daga ?

21.01.2010 00:00

Ég fékk auka kast



Þessi mynd var tekin í haust þegar rúningur var frá og sýnir meðal annars tvo botnótta liti.

Þessi dagur einkenndist af miklum spenningi fyrst var að drífa sig í hesthúsið og vera búin að hreyfa sem flest hross áður en handboltafárið byrjaði, síðan var næst að höndla fárið mikla.
Og á slaginu fimm voru öll sæti í heimastúkunni þétt setin.
Þetta byrjaði strax með látum en þar sem húsfreyjan er alla jafnan nokkuð spök var allt á þokkalegu róli framan af. Reyndar var nammi borðað eins og matur,svolítið öskrað og ætt fram í eldhús öðru hvoru, það er passlegur göngutúr þegar losa á um andlega angist.
Strax í byrjun seinni hálfleiks mögnuðust lætin og urðu þá öskrin og köllin jafnt á íslensku og dönsku. Sko til að upplýsa ykkur nánar þá er Astrid íslendingur alveg þangað til Danmörk fer að keppa. Þegar hér er komið við sögu kom Salómon rölltandi fram og labbaði framhjá sjónvarpinu og gaf okkur í leiðinni skipun með augnaráðinu að nú væri mál að sökkva í það minnsta lækka á imbanum. Nokkru seinna kom hann til baka og hefði öruggleg skellt hurðum yfir hávaða ef að hann hefði verið kona.
Leikurinn hélt áfram og Dolli dropi íþróttafréttamaður var orðin svo æstur að ég hafði á tilfinningunni að hann færi að stökkva inná og henda Óla Stef útaf.
Ég verð að játa að þegar hér var komið við sögu var blóðþrýstingurinn kominn yfir leyfileg mörk hjá virðulegri spússu og göngutúrinn í eldhúsið allt of stuttur til að ná sálarró.
Þannig að eini kosturinn í stöðunni var öskur, óp og  nammiskálin sem var fyrir löngu orðin tóm.
Síðasti hluti leiksins var svo spennandi að það var jafn hvass fyrir framan sjónvarpið og úti í storminum. Eins gott á svona stundum að eiga bara gamlan imba en ekki rándýran flatskjá allavega ef að leikurinn hefði verið aðeins lengri.
Svo komst ég líka að því að það eru ekki bara dómarar í hestíþróttum sem eru ,,vitlausir,, og sjálfsagt að skamma ef ekki gengur vel, það geta líka verið Rúmenskir handboltadómarar.
Þetta eru nú strákarnir okkar svona sætir og flottir...............en þeir klúðruðu samt. Arrrg.

Ég ákvað að sleppa því að horfa á seinni leikinn en Astrid sem nú var orðin dönsk horfði á danina sigra örugglega. Henni var komið í skilning um að njóta þess í dag og á morgun að danirnir hefðu sigrað því þeir tapa örugglega á laugardaginn. Hún hefur nú ákveðið að fara uppí gamla bæ og horfa á leikinn með Svenna svo að hún geti hugsanlega haldið áfram að vera dani.

Sjónvarpskvöldið endaði svo ljómandi vel hjá mér því á fimmtudögum er helgistund þegar ég horfi á heimildarþættina góðu Aðþrengdar eiginkonur.

Ég renndi yfir Skessuhornið á vefnum í dag eins og ég geri flesta daga og rakst þá á ánægjulega frétt. Þar er verið að tíunda afurðahæstu kúabúin og bestu kýrnar yfir landið.
Þar kemur fram að efstur á Vesturlandi og í fjórða sæti yfir landið er sveitungi minn og frændi Steinar Guðbrandsson í Tröð hér í gamla góða Kolbeinsstaðahreppi.
Hann og Rannveig kona hans hafa rekið þetta bú af miklum myndarskap í áraraðir og hvorki látið glepjast af róbótum eða mjaltaþjónum.
Innilega til hamingju með þetta Rannveig og Steini.

20.01.2010 21:45

Skeggi Stælsson og ýmislegt fleira


Þetta var nú ljómandi góður dagur og mörg skemmtileg hross sem voru vinnufélagar mínir í dag. Fyrir þá sem ekki vita þá er eins að vinna með mörgum mismunandi hestum eins og að vinna með stórum hópi af fólki, allir eru mismunandi líkir og ólíkir.
Maður kann misjafnlega við ólíka persónuleika og þarf að einbeita sér að gera það besta úr hverjum og einum. Svo eru alltaf einhverjir í uppáhaldi og þá er að passa sig á því að leyfa ekki meira en góðu hófi gegnir. Sem sagt púra uppeldi.
Oftar en ekki eru það hrossin sem að eru erfið og svolítið sérstök sem að lokum verða í miklu uppáhaldi. Það er svo gaman þegar hestur hefur náð að skilja, vilja og njóta.
Fyrirmyndarhestur dagsins var Skeggi Stælsson, það var hreint enginn betri miðað við aldur menntun og fyrri störf.

Næsta sunnudag 24 janúar verður Þórarinn Eymundsson tamningameistari FT með sýnikennslu í reiðhöll Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Sýningin hefst kl 16.00
Þórarinn kom í Borgarnes á haustdögum með kennslusýningu sem tókst alveg frábærlega ég vil hvetja hestafólk til að fara á sýninguna og sjá sannkallaða meistaratakta.

18.01.2010 22:32

Bara góður dagur



Stóðið að spóka sig.

Það var voða lítið um að vera í dag en samt gerðist nú margt...............hvernig passar það nú saman? Jú sumir dagar eru bara svona venjulegir og góðir með fullt af afrekum.

Í dag voru tekin DNA sýni úr folöldunum, það fer þannig fram að stórum eyrnapinna er stungið uppí nefið á þeim með það fyrir augu að ná í smá sýni. Þau eru nú skiljanlega ekki öll voða hrifin af þessu brasi samt mesta furða. Ekki yrði ég ánægð með þessa meðferð.
Þetta er gert til að þau hafi staðfest ætterni í sínum pappírum þegar við taka ýmiss hlutverk í framtíðinni.

Það var í fleiri búgreinum hér á bæ sem ræktunarupplýsingar voru skráðar í dag.
Nú er búið að skrá allar kindur hjá þeim hrútum sem þær áttu gleðileg jól með. Þannig að nú getur útgáfa ,,lambafæðingavottorða,, hafist. Á næstu dögum verða svo flestir hrútarnir komnir í frí þangað til 19 desember 2010.
Svo er talað um langt sumarfrí hjá sumum starfsstéttum en það er sko ekkert miðað við hrútasumarfríðið.
Næsta stórvirki í fjárhúsunum fyrir utan daglegt amstur verður svo sónarskoðun.

Úr hesthúsinu er allt gott að frétta en DNAfolöldin eru sannarlega hestar dagsins.

17.01.2010 22:12

Jæja...........Laxi hvað segir þú í dag ?



Hér er hann Laxi yfirhani í hænsnakofanum í eftirlitsferð......................



Laxi er sko ,,húsbóndi,, í sínum hænsnakofa............ alveg þangað til hann verður hræddur við eitthvað þá laumast hann á bak við hænurnar og sendir karlmennskuna í frí.
Hann er af aðalsættum og rekur uppruna sinn í gamla Borgarhreppinn.
Sönghæfileikar kappans er miklir og óspart notaðir en ég efast reyndar um að hann kunni á klukku. Allavega væri ég að fara á fætur á ansi misjöfnum tíma ef að ég færi að ráðum Tuma sem fer á fætur við fyrsta hanagal..................

Helgin hefur að mestu leiti farið í hestastúss og tamningar þó með smá sauðfjársveiflu.
Svo var tekinn góður skurkur í rakstri undan faxi og nokkrar bumbur látnar fylgja með.
Í gær komu góðir gestir og er á engan hallað þó svo að mér hafi fundist sá (sú) yngsta skemmtilegust hún var örugglega hressust um miðnættið.
 Takk fyrir komuna Kristín Eir og fylgdarfólk.

Það hefur verið vorveður og hreint ótrúlegt að koma út á morgnana í 6 stiga hita dag eftir dag, já í janúar. Ég ætla svo sannarlega að njóta þess næstu daga að ríða út í blíðu.
Eins gott að hún verði ekki afturkölluð.

Þegar ég ætlaði að velja hest dagsins vandaðist málið og margir komu til greina.
Held samt að ég velji Roða Blikason sem stóð sig með prýði í dag.

14.01.2010 22:48

Gömul folaldasýning og Fannar farinn.



Þetta eru hryssurnar Fáséð og Sjaldséð Baugsdætur frá Víðinesi að sýna sig á folaldasýningu í Söðulsholti árið 2007. Fáséð er undan Tryggð minni en Sjaldséð er undan Venus frá Magnússkógum, gæðingshryssu sem var hér í tamningu og í framhaldi af því fengum við að halda henni.
Ég var að fara í gegnum gamla myndir og rakst á myndir frá sýningunni og læt hér nokkrar fljóta með til gamans.



Þarna eru Lyftingur, Góðlátur og Vestri á sömu sýningu. Lyftingur er undan Lyftingu og Hlyn frá Lambastöðum, Góðlátur eru undan Bráðlát og Glotta frá Sveinatungu en Vestri er undan Rifu og Óði frá Brún.



Þarna hefur Vestri gefið í og ákveðið að taka stjórnina.



Þetta er hún Hlíð sem er undan Kolskör og Glym frá Skeljabrekku, myndgæðin eru nú ekki sérstök en læt hana fljóta með.

Í gær brunaði ég til Reykjavíkur á stjórnarfund hjá FT ljómandi góður fundur og alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk. Veðrið var svo gott að það jaðraði við helgispjöll að þurfa að rjúka í burtu á miðjum degi. En það var líka gott veður í dag og verður vonandi áfram enn um sinn.
Ég gaf mér tíma til að líta við á velvöldum alltof fáum stöðum sína mig og sjá aðra.

Fannar er nú kominn í Steinsholt til Mumma sem fær nú að hafa leikfangið mitt (sitt) næstu mánuðina. Það er ekki laust við að ég saknu hans heilmikið en þá er bara að snúa sér að litla bróður hans sem lofar góðu. Já við Vörður förum bara að njóta lífsins saman á næstunni.

Margt spennandi framundan nánar um það síðar....................



13.01.2010 10:54

Í mörg horn að líta.



Þarna er Glundroði sonur Frægs frá Flekkudal og Karúnar, ég hef trú á því að hann sé farinn að hafa miklar áhyggjur af því hvort að ekki standi til að taka hann neitt á hús í vetur.
Hann var gerður reiðfær í fyrra þá fjögura vetra en nú bara bíður hann eftir því að húsfreyjan komi og taki til við að mennta hann að nýju.



Vafalaust hefur Hlátur stóri bróðir hans enn meiri áhyggjur því hann er að fara á sjötta vetur og er ekki heldur kominn inn. En hann getur þó verið sáttari kominn mun lengra í tamningunni fer að útskrifast sem fyrirmyndarreiðhestur.
Hann er undan Vetri frá Hallkelsstaðhlíð og Karúnu.
Með okkur á myndinni er annar garpur sem heitir Sviftingur hann er á fjórða vetri undan Faxa frá Hóli og Tign. Hann hefur það göfuga verkefni í vetur að safna faxi sem hann ákvað að skilja eftir á girðingum og steinum í sumar. Hann er hæðst ánægður með klippinguna en hún er full stutt fyrir minn smekk. Systkyni hans sem öll eru mjög faxprúð fara nú bara hjá sér þegar þau sjá hann og verður eflaust hugsað til vissrar dýrategundar sem byrjar á A.

Annars er það helst að frétta að veðrið hefur verið mjög gott og frábært færi til að ríða út.
Hross koma og fara og alltaf eitthvað að gerast í hesthúsinu en þar var nokkuð gestkvæmt í gær. Það er líka svo gaman að fá í tamningu hross undan þekktum, góðum stóðhestum sem við höfum ekki tamið undan áður.

Í gær fjölgaði líka í fjárhúsunum þegar vaskir menn lögðu til fjalla í Hörðudalnum og fundu tvær kindur frá okkur. Þær fengu klippingu um leið og þær komu í hús og litu svona ljómandi vel út. Það er spurning hvort það er ekki bara vesen að taka inn svona snemma........æi nei hefur víst aldrei talist búmannlegt að gefa á Guð og gaddinn.

10.01.2010 22:32

Folaldasýning í máli og myndum I hluti



Í gær var haldin árleg folaldasýning í Söðulsholti sem eins og undanfarin ár heppnaðist með mikilli prýði. Til leiks voru skráð 78 folöld sem að voru velflest falleg og hreyfingagóð.
Sigurvegari sýningarinnar var hann Dökkvi frá Dalsmynni sonur Vonar frá Söðulsholti og Eldjárns frá Tjaldhólum. Gullfallegur foli með skemmtilegar hreyfingar og hreint ekki klárgengur eins og ég hefði kannske haldið miðað við faðernið, hann var einnig kosinn flottasta folaldið af áhorfendum. Innilega til lukku með gripinn Dalsmynnisræktendur. 
Kátur minn sonur Auðs frá Lundum og Karúnar varð svo í öðru sæti, ég var að sjálfsögðu himinnlifandi með það. Þar sem við stóðum og tókum á móti verðlaununum kom það nú samt uppí hugann að það færi nú sennilega betur um Svan en mig þegar kæmi nú að því að setjast á bak.............allavega svona fyrst um sinn eða þangað til eðaltöltið kemur.
Í þriðja sæti var svo Snasi Þóroddsson frá Miðhrauni. Nánari úrslit getið þið séð inná síðunni hjá Söðulsholti sem er tengill hér á síðunni.



Þarna er hún Rjóð okkar í léttri sveiflu hún stóð sig með prýði og komst í úrslit í hryssuflokknum. Hún er undan Sunnu og Feykir Ándvarasyni frá Háholti.



.............vá eins gott að forða sér frá þessu pokadrasli.



Þarna er Kostur minn sonur Tignar frá Meðalfelli og Sparisjóðs frá Hallkelsstaðahlíð.



Það eru nú ekki allar myndirnar góðar sumar hreyfðar en þarna er Kátur sem er litli bróðir Sparisjóðs.



Þetta er Stjarna frá Hallkelsstaðahlíð hún er dóttir Upplyftingar og Feykis frá Háholti.



Passið ykkur...........ég ætla að sleppa.....víví..........ég bara stekk.



Eins og alltaf á viðburðum í Söðulsholti var andinn og mannlífið gott.
Skúli blístrar, Guðjón les, Dúddý hugsar, Mummi glottir og Benni passar kaffið sitt.



Ræktendur voru spenntir að sjá hvað fram færi...............greinilega eitthvað skemmtilegt.
Arnar, Jófríður, Ásdís, Siguroddur og Svanur, Rauðkollsstaðabóndinn leit undan.



Aðrir nýttu tíman vel og kynntu sér upplýsingarnar í sýningaskránni..........já og hölluðu sér og létu fara vel um sig svona eftir matinn.



Þeir voru hressir að vanda þessir strákar Bjarnarhafnabóndinn, Högni Bærings og Diddi Odds.



Þarna eru svo jarlar að vestan Sölvi, Stefán, Friðrik og hún Ásta í Borgarlandi sem kemur alltaf með eitthvað spennandi á svona sýningar. Átti sigurvegarann í hryssuflokknum hana Jódísi.



Þau létu sig ekki vanta fyrrverandi ábúendur í Hrauntúni Dúna og Rögnvaldur.



Þessir áttu bara eftir að syngja fyrir mig en þetta eru ,,söngbræðurnir,, Ásberg og Öddi.

Þetta var skemmtilegur dagur í Söðulsholti takk fyrir það gestir, bændur og búalið.

06.01.2010 23:04

Hvað er á matseðlinum ?



Traktorinn virkar eins og segull þegar hann kemur brunandi koma hrossin í hvelli til að líta á matseðilinn. Ummmm hey í dag..........kemur á óvart.



Allir að drífa sig svo að ekki verið misst af neinu.............svo eru sumir frekir þannig að það er eins gott að ná í stæði við rúlluna.

Á laugardaginn er folaldasýning í Söðulsholti þannig að það verður að ákveða á morgun hverjir fái nú fararleyfi úr stóðinu. Kannske Kátur minn.....Mói.........Gangskör.....Trilla litla, Rjóð eða Kostur??
Verð að sofa á því í nótt taka svo eina skoðunarferð í stóðið á morgun og finna út hvað skal gera.
Vona bara að það verði annar eins dýrðardagur hvað veður snertir á morgun.

05.01.2010 22:45

.......og þar með var draumurinn búinn.



Þetta er hann Ófeigur minn........alltaf klár í vinnuna þessi elska og mesta átvagl sem ég þekki.

Hann og bróðir hans Þorri fagna eins árs afmælisdegi sínum í lok janúar. Þeir eru mjög áhugasamir og verða vonandi góðir fjárhundar allavega eru þeir efnilegir þessa dagana.
Eftir að þeir unnu sín ,,afrek,, þegar húsbændurnir voru í Laufskálarétt áskotnuðust þeim þessi fínu einbýli öðru nafni búr, við það fækkaði umtalsvert möguleikunum á að framkvæma eitthvað eftirmynnilegt. En eins og þið kannske munið átu þeir úlpu húsfreyjunnar, smökkuðu aðeins á þvottakörfunni, nöguðu dyrastafi og færðu vinnukonunni löpp af dauðri kind við afar lítinn fögnuð hennar. Allt þetta náðu þeir að gera á mjög stuttum tíma og lá því fyrir að annað hvort yrði að fjárfesta í búrum eða róandi fyrir Astrid. Ég valdi búrin lyf eru svo asssskoti dýr.

Það gekk mikið á hjá þjóðinni í dag og allt í einu allir komnir með einhverja skoðun á þjóðmálunum. Ég var ánægð með forsetann fór meira að segja heim úr hesthúsinu til að horfa á fréttatímann. Dreif mig svo að ríða út og hlustaði á útvarpið svona á milli hesta en um kaffileitið var orðið tímabært að slökkva á útvarpinu í hesthúsinu. Maður getur nú ekki boðið hestunum uppá hvað sem er.
Svo er bara að búast við því versta og vona það besta en við verðum samt að muna það að miðað við allar spár þá ættum við að vera löngu komin til fj......

Aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af gangi mála hjá bæjarstjórninni í minni sveit eins og þar stendur. Fréttir af þeim málum síðustu daga hafa ekki verið gæfulegar og grunar mig að ekki sé að vænta neinna skemmtitíðinda þaðan á næstunni.

Mig dreymdi það eina nóttina að gamli Kolbeinsstaðahreppur væri enn í hreppa tölu.
Það var góður draumur en svo hringdi síminn...........og þar með var draumurinn búinn.





03.01.2010 22:43

Gleðilegt ár !



Kæru vinir !

Við hér í Hlíðinni sendum ykkur bestu óskir um gleðilegt ár farsæld og frið á nýju ári, með kærum þökkum fyrir það liðna. Sjáumst vonandi sem flest á nýja árinu 2010.
Áramótin hér voru indæl og góð þrátt fyrir að hvorki hafið verið skotið upp flugeldum eða fögur áramótaheiti strengd af minni hálfu. Hér kom saman góður hópur sem meðal annars  gleymdi sér við að spila Kollgátuna vel fram eftir nóttu.
Á nýársdag var svo brunað í árlegt nýárskaffi að Bíldhóli þar sem terturnar þekja nokkra fermetra, takk fyrir skemmtilegan dag.
 Á leiðinni heim blasti kófdrukkinn máninn við okkur utan frá Múlenda og lýsti svona ljómandi vel upp Þríhellurnar. Það getur stundum verið nauðsynlegt að hafa myndavélina við höndina.

Síðustu dagar hafa verið vel nýttir til tamninga bæði hefur veðrið verið gott og svo jólafríið hjá Mumma að klárast svo það var um að gera að leika sér svolítið.
Annars er það að frétta að nú er Mummi farinn til Jakobs og Tórunnar í Steinsholt þar sem að hann verður í verknámi frá Hólaskóla í vetur. Ekki amalegt hlutskipti það fyrir drenginn.
Hér heima er allt að komast í venjulegan gír eftir jólahaldið og daginn farið að lengja sérstaklega finnur maður muninn þegar smá snjóföl er til að lengja birtutímann.
Um eitt hænufet á dag eins og amma sagði alltaf.

Ég hef verið að hugsa um hvernig árið 2009 hefur verið og er bara komin að þeirri niðurstöðu að það hafi verið nokkuð gott þó með nokkrum undantekningum.
En árið 2010 það verður alveg stórfínnt..........eigum við ekki öll að vera sammála um það?

Hér koma að lokum tvær myndir sérstaklega fyrir litla vinkonu mína í Garðabænum sem er sérstakur uppáhalds aðdáandi Salómons og Snotru.



Þarna er Salli jólaköttur að ,,laga,, jólaskreytinguna hann var ekki alveg ánægður með útlitið.



Fer þetta ekki mikið betur svona ?
  • 1